Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. nóvember 2024 20:55 Mál Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar var áberandi í umfjöllun í aðdraganda forsetakosninganna sem fóru fram í vor. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað Persónuvernd af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Málið var rifjað upp í forsetakosningunum í vor, en þá gagnrýndi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem þá var í forsetaframboði, Katrínu Jakobsdóttur, sem var einnig í framboði, fyrir að standa með Íslenskri erfðagreiningu frekar en Persónuvernd þegar hún var forsætisráðherra. Persónuvernd úrskurðaði í nóvember 2021 að vinnsla Íslenskrar erfðagreiningar á persónuupplýsingum hefði ekki samrýmst persónuverndarlögum. Blóðsýni hafi verið tekin úr sjúklingum á fjögurra daga tímabili áður en leyfi frá Vísindasiðanefnd lá fyrir, en það kom snemma í aprílmánuði 2020. Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur hefur nú snúið þeim dómi við og sýknað Persónuvernd. Í dómi Landsréttar segir að athugun Persónuverndar á málinu hafi rúmast innan valdheimilda stofnunnarinnar. Ekki var fallist á sjónarmið Íslenskrar erfðagreiningar um að valdþurrð hafi verið að ræða, að Persónuvernd hafi farið út fyrir sitt valdsvið í málinu. Tvö stjörnuvitni Bæði Þórólfur Guðnason, sem var sóttvarnalæknir þegar faraldurinn reið yfir, og Már Kristjánsson, sem var yfirmaður smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum, báru vitni í málinu, en að mati Landsréttar var framburður þeirra ekki nægjanlega afdráttarlaus til álitefnis málsins. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Þar af leiðandi féllst Landsréttur ekki á að um neyðarrétt væri að ræða. „Gríðarlegt sjokk“ Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga. Þar vísaði hún til samskipta Kára og Katrínar sem höfðu verið gerð opinber í heild sinni. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga sagði að sér hafi fundist það svar í lagi. Ákvörðunin kom Katrínu á óvart Því bréfi Katrínar svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum,“ sagði Helga. Ógjörningur að sinna sóttvörnum ef aðgerðin var ólögleg Kári svaraði fyrir gagnrýni Helgu. Íslensk erfðagreining hafi verið að hjálpa stjórnvöldum í baráttunni við veiruna. „Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvanarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess. Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir,“ sagði Kári. Hann bætti við að Katrín hafi líklega staðið með Íslenskri erfðagreiningu vegna þess að án aðstoðar fyrirtækisins hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki. „Katrín tók afstöðu með hagsmunum fólksins í landinu sem var í hættu á þessum tíma en ekki vafasamri ákvörðun Persónuverndar.“ Þess má geta að Kári lýsti opinberlega yfir stuðningi við Katrínu í forsetakosningunum. Katrín sagðist ekki hafa hlutast til í málinu Katrín tjáði sig einnig um málið. Hún sagðist ekki hafa hlutast til um ákvörðun Persónuverndar heldur hafi hún einfaldlega komið henni á óvart. Þá hafi hún ekki staðið með fyrirtæki frekar en stofnun ríkisins, heldur hafi hún staðið með sóttvarnalækni. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Íslensk erfðagreining hefur tilkynnt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Dómsmál Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Málið var rifjað upp í forsetakosningunum í vor, en þá gagnrýndi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem þá var í forsetaframboði, Katrínu Jakobsdóttur, sem var einnig í framboði, fyrir að standa með Íslenskri erfðagreiningu frekar en Persónuvernd þegar hún var forsætisráðherra. Persónuvernd úrskurðaði í nóvember 2021 að vinnsla Íslenskrar erfðagreiningar á persónuupplýsingum hefði ekki samrýmst persónuverndarlögum. Blóðsýni hafi verið tekin úr sjúklingum á fjögurra daga tímabili áður en leyfi frá Vísindasiðanefnd lá fyrir, en það kom snemma í aprílmánuði 2020. Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur hefur nú snúið þeim dómi við og sýknað Persónuvernd. Í dómi Landsréttar segir að athugun Persónuverndar á málinu hafi rúmast innan valdheimilda stofnunnarinnar. Ekki var fallist á sjónarmið Íslenskrar erfðagreiningar um að valdþurrð hafi verið að ræða, að Persónuvernd hafi farið út fyrir sitt valdsvið í málinu. Tvö stjörnuvitni Bæði Þórólfur Guðnason, sem var sóttvarnalæknir þegar faraldurinn reið yfir, og Már Kristjánsson, sem var yfirmaður smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum, báru vitni í málinu, en að mati Landsréttar var framburður þeirra ekki nægjanlega afdráttarlaus til álitefnis málsins. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Þar af leiðandi féllst Landsréttur ekki á að um neyðarrétt væri að ræða. „Gríðarlegt sjokk“ Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga. Þar vísaði hún til samskipta Kára og Katrínar sem höfðu verið gerð opinber í heild sinni. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga sagði að sér hafi fundist það svar í lagi. Ákvörðunin kom Katrínu á óvart Því bréfi Katrínar svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum,“ sagði Helga. Ógjörningur að sinna sóttvörnum ef aðgerðin var ólögleg Kári svaraði fyrir gagnrýni Helgu. Íslensk erfðagreining hafi verið að hjálpa stjórnvöldum í baráttunni við veiruna. „Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvanarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess. Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir,“ sagði Kári. Hann bætti við að Katrín hafi líklega staðið með Íslenskri erfðagreiningu vegna þess að án aðstoðar fyrirtækisins hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki. „Katrín tók afstöðu með hagsmunum fólksins í landinu sem var í hættu á þessum tíma en ekki vafasamri ákvörðun Persónuverndar.“ Þess má geta að Kári lýsti opinberlega yfir stuðningi við Katrínu í forsetakosningunum. Katrín sagðist ekki hafa hlutast til í málinu Katrín tjáði sig einnig um málið. Hún sagðist ekki hafa hlutast til um ákvörðun Persónuverndar heldur hafi hún einfaldlega komið henni á óvart. Þá hafi hún ekki staðið með fyrirtæki frekar en stofnun ríkisins, heldur hafi hún staðið með sóttvarnalækni. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Íslensk erfðagreining hefur tilkynnt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Dómsmál Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira