„Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Kári Mímisson skrifar 14. nóvember 2024 22:37 Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar en liðið stóð vel í Stjörnumönnum í kvöld. vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“ Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“
Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira