Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 15. nóvember 2024 15:18 Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali. Kvennaorð eiga undir högg að sækja Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð? Þingmenn eiga að passa upp á þetta Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma. Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll. Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing. Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari og er í 2. sæti á framboðslista Lýðræðisflokksins í Norðaustur kjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Íslensk tunga Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali. Kvennaorð eiga undir högg að sækja Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð? Þingmenn eiga að passa upp á þetta Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma. Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll. Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing. Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari og er í 2. sæti á framboðslista Lýðræðisflokksins í Norðaustur kjördæmis.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar