Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 10:00 Björn Leví telur að eðlilegra hefði verið ef ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun á blaðamannafundinum, og dómsmálaráðherra boðað sína stefnu sem frambjóðandi í kosningabaráttu, frekar en sem ráðherra. Vísir/Einar Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku. Nýrri stefnu stjórnvalda í landamæramálum er ætlað að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Hún var kynnt á blaðamannafundi dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra í gær, en þar var einnig kynnt landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Meðal markmiða í stefnunni er að koma á fót greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll. Svö kölluð móttökumiðstöð sem gegni sams konar hlutverki og er nú í Domus í miðborginni. „Ég tel afar brýnt að við séum með greiningarmiðstöð í nálægð við flugvöllinn, þannig að einstaklingar í þessari stöðu séu ekki komnir nokkrum klukkutímum eftir að þeir lenda, inn í íslensk samfélag. Heldur staldri þeir við,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra eftir fundinn í gær. Margra mánaða vinna að baki Gert væri ráð fyrir að fólk geti dvalið í miðstöðinni í allt að sjö sólarhringa. „Og að það sé hægt að vísa fólki hratt til baka, ef það á ekki erindi hingað sem erfiði.“ Útfærsla á slíkri stöð liggi ekki fyrir að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á blaðamannafundinum í gær.Vísir/Vilhelm „En ég hafði gert mér vonir um að við gætum opnað greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll strax á næsta ári.“ Kom ekki til greina að geyma þetta þangað til eftir kosningar og sjá hvernig færi? „Eins og ég sagði áðan þá hófst þessi vinna fyrir mörgum mánuðum, það hafa margir komið að henni og Ríkislögreglustjóri hefur leitt þessa vinnu,“ sagði Guðrún. Ráðherra hafi enga heimild til að kynna nýja stefnu Þingmaður Pírata segir fundinn, sem boðaður var að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins, hafa verið birtingarmynd spillingar. Guðrún Hafsteinsdóttir er annars vegar í kosningabaráttu en hún er líka dómsmálaráðherra. Er eitthvað óeðlilegt að hún haldi fund með embættismanni á sínu málefnasviði um það sem heyrir undir hana? „Ef hún þarf að sinna ákveðnum lögbundnum verkefnum, ekkert að því. Þetta er allt annað mál. Hér er verið að tala um stefnu til næsta kjörtímabils. Hún er ekki með heimild til að setja þá stefnu, ekki þegar kosningar eru að koma á okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn segir eðlilegra ef Ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun, án aðkomu ráðherrans. „Dómsmálaráðherra hefði síðan getað sem frambjóðandi á einhverjum framboðsfundum verið að tala um þessa stefnu. En það þær væru að gera það saman, það er bara alfgjör óþarfi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39 Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Nýrri stefnu stjórnvalda í landamæramálum er ætlað að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Hún var kynnt á blaðamannafundi dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra í gær, en þar var einnig kynnt landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Meðal markmiða í stefnunni er að koma á fót greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll. Svö kölluð móttökumiðstöð sem gegni sams konar hlutverki og er nú í Domus í miðborginni. „Ég tel afar brýnt að við séum með greiningarmiðstöð í nálægð við flugvöllinn, þannig að einstaklingar í þessari stöðu séu ekki komnir nokkrum klukkutímum eftir að þeir lenda, inn í íslensk samfélag. Heldur staldri þeir við,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra eftir fundinn í gær. Margra mánaða vinna að baki Gert væri ráð fyrir að fólk geti dvalið í miðstöðinni í allt að sjö sólarhringa. „Og að það sé hægt að vísa fólki hratt til baka, ef það á ekki erindi hingað sem erfiði.“ Útfærsla á slíkri stöð liggi ekki fyrir að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á blaðamannafundinum í gær.Vísir/Vilhelm „En ég hafði gert mér vonir um að við gætum opnað greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll strax á næsta ári.“ Kom ekki til greina að geyma þetta þangað til eftir kosningar og sjá hvernig færi? „Eins og ég sagði áðan þá hófst þessi vinna fyrir mörgum mánuðum, það hafa margir komið að henni og Ríkislögreglustjóri hefur leitt þessa vinnu,“ sagði Guðrún. Ráðherra hafi enga heimild til að kynna nýja stefnu Þingmaður Pírata segir fundinn, sem boðaður var að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins, hafa verið birtingarmynd spillingar. Guðrún Hafsteinsdóttir er annars vegar í kosningabaráttu en hún er líka dómsmálaráðherra. Er eitthvað óeðlilegt að hún haldi fund með embættismanni á sínu málefnasviði um það sem heyrir undir hana? „Ef hún þarf að sinna ákveðnum lögbundnum verkefnum, ekkert að því. Þetta er allt annað mál. Hér er verið að tala um stefnu til næsta kjörtímabils. Hún er ekki með heimild til að setja þá stefnu, ekki þegar kosningar eru að koma á okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn segir eðlilegra ef Ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun, án aðkomu ráðherrans. „Dómsmálaráðherra hefði síðan getað sem frambjóðandi á einhverjum framboðsfundum verið að tala um þessa stefnu. En það þær væru að gera það saman, það er bara alfgjör óþarfi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39 Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39
Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28