„Gaman að vera ekki aumingi“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar var laus við hækjurnar í kvöld, eftir gott þriggja vikna frí Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna. Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum