Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar 19. nóvember 2024 15:31 Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins. Ekki hlustað á samtök fyrirtækja, launþega og neytenda Breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar, sem bjuggu í rauninni til nýtt þingmál um víðtæka undanþágu allra afurðastöðva frá samkeppnislögum, vöktu hörð viðbrögð þegar þær komu fram í nefndaráliti meirihlutans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, VR, Alþýðusambandið, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og fleiri vöruðu við samþykkt málsins og kröfðust þess að það yrði dregið til baka, í stað þess að það yrði keyrt í gegnum Alþingi eins og raunin varð. Með breytingartillögum nefndarinnar var í raun orðið til allt annað mál en upphaflegt frumvarp matvælaráðherra, sem búið var að fara í gegnum samráðsferli bæði á vegum stjórnarráðsins og Alþingis. Formaður atvinnuveganefndar hefur sjálfur upplýst að breytingartillögurnar hafi verið unnar með fulltingi lögmanna Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, en félagsmenn þeirra, afurðastöðvarnar, áttu beinna hagsmuna að gæta. Við gagnrýnendurnir bentum m.a. á að mat á áhrifum lagasetningarinnar væri ekki í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna. Ekkert var á þessar viðvaranir hlustað. Ekki hlustað á starfsmenn þingsins Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur eftir að dómurinn féll reynt að fleygja starfsmönnum nefnda- og greiningarsviðs þingsins undir strætisvagninn og sagt að þeir hafi kveðið upp úr um að frumvarpið bryti ekki í bága við stjórnarskrá. Vissulega var unnið minnisblað fyrir nefndarmeirihlutann þar sem niðurstaðan var að samþykkt breytingartillagna „virðist ekki ganga gegn áskilnaði 44. gr. stjskr. um þrjár umræður lagafrumvarps.“ Hins vegar hefur nú einnig komið fram annað minnisblað frá nefnda- og greiningarsviði, þar sem þrjú mikilvæg atriði koma fram: Eftir fundahöld lögfræðinga þingsins um það hvort frumvarpið með breytingartillögum stæðist stjórnarskrána, voru haldnir fundir með formanninum þar sem honum var tjáð að fyrirhugaðar breytingar gengju langt og að „best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni og ákvörðun um afgreiðslu nefndarálitsins væri að lokum pólitísks efnis.“ Starfsmenn þingsins bentu á að efnisleg umfjöllun nefndar milli 2. og 3. umræðu yrði málinu til framdráttar vegna hinna miklu breytinga. Þá væri hægt að afla nýrra umsagna frá þeim aðilum sem hvað sterkasta skoðun hefðu á afgreiðslu málsins. Nefndarmeirihlutanum var bent á að fulltrúar matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna en slíkt væri vanalegt, þegar um væri að ræða jafnmiklar breytingar og lagðar voru til á þingmálinu. Fyrir liggur að ekkert var heldur hlustað á þessar viðvaranir og ábendingar starfsmanna Alþingis, heldur málið keyrt áfram. Að nefndarformaðurinn reyni að ýta ábyrgð yfir á starfsfólk þingsins verður seint talið stórmannlegt. Stuðningsmenn breytingarinnar sáu áhrifin ekki fyrir Án tillits til þess hvort afgreiðsla þingsins var í samræmi við stjórnarskrána eður ei, var hún óvönduð og hroðvirknisleg og málið var keyrt í gegn undir þrýstingi frá sérhagsmunaaðilum í búvörugeiranum. Vegna þess að ekkert mat á áhrifum lagasetningarinnar var unnið, hafa sumar augljósar afleiðingar hennar komið sjálfum þingmönnunum, sem greiddu atkvæði með henni, á óvart. Hér eru þrjú dæmi. Í hlaðvarpsþætti Félags atvinnurekenda, Kaffikróknum, viðurkenndi Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að líklega hefði verið gengið of langt varðandi það að veita afurðastöðvum í alifugla- og svínakjöti undanþágu frá samkeppnislögum. „Hvort í þessari aðgerð hafi verið gengið of langt varðandi hvíta kjötið finnst mér bara sjálfsagt að skoða,“ sagði Sigurður Ingi. Í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær, þar sem við Þórarinn Ingi Pétursson ræddum málið, viðurkenndi formaður atvinnuveganefndar að sömu afleiðingu af lagasetningunni, að það væri opið fyrir að stærstu svínakjötsframleiðendur og -innflytjendur landsins sameinuðust í eitt risafyrirtæki án atbeina samkeppnisyfirvalda, hefði hann ekki séð fyrir. „Ég get tekið undir það sem Ólafur kom hér inn á áðan ... um svínakjötsframleiðsluna,“ sagði hann. Þórarinn Ingi sagði að það hefði líka komið honum á óvart þegar löggjöf, sem var sögð til að styrkja stöðu bænda, leiddi til þess að hann sjálfur og tólf aðrir bændur, sem ekki vildu selja hlut sinn í Kjarnafæði-Norðlenska til Kaupfélags Skagfirðinga, voru þvingaðir til að selja KS hlut sinn. „Ég skal alveg segja það að ég sá það ekki fyrir að það myndi gerast svona hratt. Ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Þórarinn. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, flokks sem studdi lagabreytinguna, viðurkenndi í viðtali í Kaffikróknum að hafa ekki séð afleiðingar lagasetningarinnar fyrir, meðal annars ofangreint. Greinarhöfundur spurði hann líka út í þá staðreynd að nú búa fyrirtæki, sem flytja inn kjöt, við tvenns konar lög. Annars vegar geta stjórnendur innflutningsfyrirtækja, sem ekki eru afurðastöðvar, farið í fangelsi fyrir samráðsbrot og eru háðir ströngu eftirliti samkeppnisyfirvalda með samrunum. Keppinautar þeirra, afurðastöðvar sem eru jafnframt umsvifamiklir kjötinnflytjendur, eru undanþegnir öllum slíkum hömlum og refsingum. „Í þessari breytingartillögu sem meirihluti atvinnuveganefndar gerir, er netinu kastað nokkuð víðar – og í raun kom á daginn kannski miklu víðar – heldur en margir áttuðu sig á,“ sagði Bergþór. Þingmennirnir vissu ekki hvað þeir voru að gera Allt ber þetta að sama brunni. Alveg burtséð frá því hvort samþykkt þingsins stóðst stjórnarskrá eða ekki, liggur fyrir að málið var illa unnið, samráðs ekki leitað, ekki hlustað á ráðgjöf fagmanna og ekkert áhrifamat unnið. Þingmennirnir vissu einfaldlega ekkert hvað þeir voru að gera, fóru bara eftir því sem lögfræðingar Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sögðu þeim að gera og knúðu málið í gegnum þingið. Þess vegna kemur það jafnvel flutningsmönnum hins endanlega frumvarps sjálfum á óvart hverjar afleiðingarnar eru. Breytingin á búvörulögum var fúsk, unnið í þágu og með fulltingi sérhagsmunaaðila í búvörugeiranum. Þingmennirnir sem að henni stóðu ættu að horfast í augu við ábyrgð sína, biðjast afsökunar á þessum hörmulegu vinnubrögðum og reyna að læra af þeim einhverja lexíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins. Ekki hlustað á samtök fyrirtækja, launþega og neytenda Breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar, sem bjuggu í rauninni til nýtt þingmál um víðtæka undanþágu allra afurðastöðva frá samkeppnislögum, vöktu hörð viðbrögð þegar þær komu fram í nefndaráliti meirihlutans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, VR, Alþýðusambandið, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og fleiri vöruðu við samþykkt málsins og kröfðust þess að það yrði dregið til baka, í stað þess að það yrði keyrt í gegnum Alþingi eins og raunin varð. Með breytingartillögum nefndarinnar var í raun orðið til allt annað mál en upphaflegt frumvarp matvælaráðherra, sem búið var að fara í gegnum samráðsferli bæði á vegum stjórnarráðsins og Alþingis. Formaður atvinnuveganefndar hefur sjálfur upplýst að breytingartillögurnar hafi verið unnar með fulltingi lögmanna Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, en félagsmenn þeirra, afurðastöðvarnar, áttu beinna hagsmuna að gæta. Við gagnrýnendurnir bentum m.a. á að mat á áhrifum lagasetningarinnar væri ekki í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna. Ekkert var á þessar viðvaranir hlustað. Ekki hlustað á starfsmenn þingsins Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur eftir að dómurinn féll reynt að fleygja starfsmönnum nefnda- og greiningarsviðs þingsins undir strætisvagninn og sagt að þeir hafi kveðið upp úr um að frumvarpið bryti ekki í bága við stjórnarskrá. Vissulega var unnið minnisblað fyrir nefndarmeirihlutann þar sem niðurstaðan var að samþykkt breytingartillagna „virðist ekki ganga gegn áskilnaði 44. gr. stjskr. um þrjár umræður lagafrumvarps.“ Hins vegar hefur nú einnig komið fram annað minnisblað frá nefnda- og greiningarsviði, þar sem þrjú mikilvæg atriði koma fram: Eftir fundahöld lögfræðinga þingsins um það hvort frumvarpið með breytingartillögum stæðist stjórnarskrána, voru haldnir fundir með formanninum þar sem honum var tjáð að fyrirhugaðar breytingar gengju langt og að „best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni og ákvörðun um afgreiðslu nefndarálitsins væri að lokum pólitísks efnis.“ Starfsmenn þingsins bentu á að efnisleg umfjöllun nefndar milli 2. og 3. umræðu yrði málinu til framdráttar vegna hinna miklu breytinga. Þá væri hægt að afla nýrra umsagna frá þeim aðilum sem hvað sterkasta skoðun hefðu á afgreiðslu málsins. Nefndarmeirihlutanum var bent á að fulltrúar matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna en slíkt væri vanalegt, þegar um væri að ræða jafnmiklar breytingar og lagðar voru til á þingmálinu. Fyrir liggur að ekkert var heldur hlustað á þessar viðvaranir og ábendingar starfsmanna Alþingis, heldur málið keyrt áfram. Að nefndarformaðurinn reyni að ýta ábyrgð yfir á starfsfólk þingsins verður seint talið stórmannlegt. Stuðningsmenn breytingarinnar sáu áhrifin ekki fyrir Án tillits til þess hvort afgreiðsla þingsins var í samræmi við stjórnarskrána eður ei, var hún óvönduð og hroðvirknisleg og málið var keyrt í gegn undir þrýstingi frá sérhagsmunaaðilum í búvörugeiranum. Vegna þess að ekkert mat á áhrifum lagasetningarinnar var unnið, hafa sumar augljósar afleiðingar hennar komið sjálfum þingmönnunum, sem greiddu atkvæði með henni, á óvart. Hér eru þrjú dæmi. Í hlaðvarpsþætti Félags atvinnurekenda, Kaffikróknum, viðurkenndi Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að líklega hefði verið gengið of langt varðandi það að veita afurðastöðvum í alifugla- og svínakjöti undanþágu frá samkeppnislögum. „Hvort í þessari aðgerð hafi verið gengið of langt varðandi hvíta kjötið finnst mér bara sjálfsagt að skoða,“ sagði Sigurður Ingi. Í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær, þar sem við Þórarinn Ingi Pétursson ræddum málið, viðurkenndi formaður atvinnuveganefndar að sömu afleiðingu af lagasetningunni, að það væri opið fyrir að stærstu svínakjötsframleiðendur og -innflytjendur landsins sameinuðust í eitt risafyrirtæki án atbeina samkeppnisyfirvalda, hefði hann ekki séð fyrir. „Ég get tekið undir það sem Ólafur kom hér inn á áðan ... um svínakjötsframleiðsluna,“ sagði hann. Þórarinn Ingi sagði að það hefði líka komið honum á óvart þegar löggjöf, sem var sögð til að styrkja stöðu bænda, leiddi til þess að hann sjálfur og tólf aðrir bændur, sem ekki vildu selja hlut sinn í Kjarnafæði-Norðlenska til Kaupfélags Skagfirðinga, voru þvingaðir til að selja KS hlut sinn. „Ég skal alveg segja það að ég sá það ekki fyrir að það myndi gerast svona hratt. Ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Þórarinn. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, flokks sem studdi lagabreytinguna, viðurkenndi í viðtali í Kaffikróknum að hafa ekki séð afleiðingar lagasetningarinnar fyrir, meðal annars ofangreint. Greinarhöfundur spurði hann líka út í þá staðreynd að nú búa fyrirtæki, sem flytja inn kjöt, við tvenns konar lög. Annars vegar geta stjórnendur innflutningsfyrirtækja, sem ekki eru afurðastöðvar, farið í fangelsi fyrir samráðsbrot og eru háðir ströngu eftirliti samkeppnisyfirvalda með samrunum. Keppinautar þeirra, afurðastöðvar sem eru jafnframt umsvifamiklir kjötinnflytjendur, eru undanþegnir öllum slíkum hömlum og refsingum. „Í þessari breytingartillögu sem meirihluti atvinnuveganefndar gerir, er netinu kastað nokkuð víðar – og í raun kom á daginn kannski miklu víðar – heldur en margir áttuðu sig á,“ sagði Bergþór. Þingmennirnir vissu ekki hvað þeir voru að gera Allt ber þetta að sama brunni. Alveg burtséð frá því hvort samþykkt þingsins stóðst stjórnarskrá eða ekki, liggur fyrir að málið var illa unnið, samráðs ekki leitað, ekki hlustað á ráðgjöf fagmanna og ekkert áhrifamat unnið. Þingmennirnir vissu einfaldlega ekkert hvað þeir voru að gera, fóru bara eftir því sem lögfræðingar Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sögðu þeim að gera og knúðu málið í gegnum þingið. Þess vegna kemur það jafnvel flutningsmönnum hins endanlega frumvarps sjálfum á óvart hverjar afleiðingarnar eru. Breytingin á búvörulögum var fúsk, unnið í þágu og með fulltingi sérhagsmunaaðila í búvörugeiranum. Þingmennirnir sem að henni stóðu ættu að horfast í augu við ábyrgð sína, biðjast afsökunar á þessum hörmulegu vinnubrögðum og reyna að læra af þeim einhverja lexíu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun