Fótbolti

Líbönsk landsliðskona lífs­hættu­lega slösuð eftir á­rás Ísraels­manna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Celine Haidar er í hópi bestu fótboltakvenna Líbanons. Hún var á versta stað þegar árás var gerð á Beirút á dögunum.
Celine Haidar er í hópi bestu fótboltakvenna Líbanons. Hún var á versta stað þegar árás var gerð á Beirút á dögunum. @celinehaidarr

Celine Haidar berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa særst illa í sprengjuárás Ísraelsmanna í suðurhluta Berút.

Haidar spilar með líbanska fótboltalandsliðinu sem er 134. besta kvennalandslið heims samkvæmt síðasta styrkleikalista FIFA.

Haidar var stödd í Shiyah hluta höfuðborgarinnar þegar árásin varð. Arabíska blaðið Al-Araby Al-Jadeed segir frá.

Myndbönd sýna Haidar þar sem fossblæðir úr höfði hennar eftir að hún fékk í sig sprengjubrot.

Haidar var strax flutt á Saint George spítalann þar sem gert var að sárum hennar.

Hún gekkst strax undir aðgerð þar sem læknir reyndu að bjarga lífi hennar.

Margir eru í áfalli vegna fréttanna af örlögum Haidar en hún er ein af mörgum fórnarlamba árása Ísraelsmanna á íbúa og mannvirki Líbanon síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×