NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 15:38 Antti Häkkänen, varnarmálaráðherra Finnlands,(t.h.) með Páli Jónssyni, sænskum starfsbróður sínum, fyrr í haust. Vísir/EPA Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. Sameiginleg rannsókn finnskra og sænskra yfirvalda er hafin á skemmdum sem urðu á fjarskiptasæstrengjunum tveimur. Sá fyrri liggur á milli Svíþjóðar og Litháens og fór í sundur á sunnudag en sá seinni tengir saman Finnland og Þýskaland og skemmdist á mánudag. Ekki liggur fyrir hvað olli skemmdunum en fyrirtækin sem eiga strengina segja nær ómögulegt að eyðileggja þá án utanaðkomandi krafta. Þá telja sérfræðingar ósennilegt að veiðarfæri eða akkeri hafi skemmt strengina óvart. Böndin hafa því beinst að mögulegum skemmdarverkum. Varað hefur verið við hættunni á því að Rússar gætu unnið skemmdir á mikilvægum innviðum vestrænna ríkja eins og sæstrengjum, sérstaklega eftir að þeir hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu fyrir að nálgast þremur árum. Sést hefur til rússneskra skipa sniglast í kringum þá. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í grær að hann grunaði að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, vildi ekki ganga svo langt í gær. Hann vildi ekki draga neinar ályktar strax. Hafa getuna og viljann til að skemma Antti Häkkänen, varnarmálaráðherra Finnlands, segir að NATO og ESB verði að girða sig í brók þegar kemur að blönduðum ógnum, líkt og þeim sem Rússar eru taldi standa að baki, og vörnum sæstrengja. „NATO og ESB verða að gera mun betur við að verja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Häkkänen eftir fund utanríkismálaráðs ESB í Brussel í gær. Ráðherrann sagði dagblaðinu Politico að vitað sé að Rússar hefðu bæði getuna og viljan til þess að fremja spellvirki af þessu tagi í Evrópu. „Auðvitað rannsökum við þessar skemmdir með það sjónarmið í huga, að þetta séu skemmdarverk. Vegna þess að það er mjög ólíklegt að þetta hafi verið einhvers konar náttúrulegt óhapp,“ sagði Häkkänen. Dönsk herskip fylgdu eftir kínversku flutningaskipi sem sást á gervihnattamyndum nærri þeim stað þar sem strengirnir voru rofnir. Finnska ríkisútvarpið YLE segir að kínverska fraktskiptið Yi Peng 3 hafi verið eitt fjögurra skipa sem var með slökkt á staðsetningarmerki á tíma á sunnudag. Slökkt var á merkinu frá kínverska skipinu allt sunnudagskvöldið fram á aðfararnótt mánudags um það leyti sem það sigldi fram hjá finnska strengnum. Carl-Oskar Bohlin, almannavarnaráðherra Svíþjóðar, heldur á bæklingi með leiðbeiningum til almennings um hvað hann ætti að gera ef til neyðarástands eða stríðs kemur.AP/Claudio Bresciani/TT News Agency Uppfæra almannavarnaleiðbeiningar með stríð í huga Bæði Finnland og Svíþjóð, sem gengu í NATO eftir innrás Rússa í Úkraínu, hafa nýlega uppfært almannavarnaáætlanir sínar með leiðbeiningum um hvernig borgararnir geti búið sig undir stríð. Svipaðar áætlanir eru til staðar í Danmörku og Noregi en hvergi er þó minnst berum orðum á hættu sem stafi af Rússum. Á meðal þess sem norðurlandabúum er ráðlagt að eiga er drykkjarvatn, niðursoðin matvæli, lyf, klósettpappír, reiðufé, vasaljós og kerti. Einnig er mælt með því að fólk eigi joðtöflur ef til kjarnorkuslyss eða árásar kæmi. Joð getur dregið úr hættu á að geislun valdi æxlum. Stjórnvöld í Kreml hafa á undanförnum árum beitt svokölluðum blönduðum hernaði eða ógn gegn vestrænum ríkjum sem þau líta á sem óvini sína. Þau hafa einnig gefið sterklega í skyn að þau gætu beitt kjarnavopnum ef bandalagsríki Úkraínu ganga lengra í stuðningi sínum við landið. NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Svíþjóð Sæstrengir Tengdar fréttir Neyðarkassinn eigi að skapa ró Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 28. ágúst 2024 20:02 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Sameiginleg rannsókn finnskra og sænskra yfirvalda er hafin á skemmdum sem urðu á fjarskiptasæstrengjunum tveimur. Sá fyrri liggur á milli Svíþjóðar og Litháens og fór í sundur á sunnudag en sá seinni tengir saman Finnland og Þýskaland og skemmdist á mánudag. Ekki liggur fyrir hvað olli skemmdunum en fyrirtækin sem eiga strengina segja nær ómögulegt að eyðileggja þá án utanaðkomandi krafta. Þá telja sérfræðingar ósennilegt að veiðarfæri eða akkeri hafi skemmt strengina óvart. Böndin hafa því beinst að mögulegum skemmdarverkum. Varað hefur verið við hættunni á því að Rússar gætu unnið skemmdir á mikilvægum innviðum vestrænna ríkja eins og sæstrengjum, sérstaklega eftir að þeir hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu fyrir að nálgast þremur árum. Sést hefur til rússneskra skipa sniglast í kringum þá. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í grær að hann grunaði að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, vildi ekki ganga svo langt í gær. Hann vildi ekki draga neinar ályktar strax. Hafa getuna og viljann til að skemma Antti Häkkänen, varnarmálaráðherra Finnlands, segir að NATO og ESB verði að girða sig í brók þegar kemur að blönduðum ógnum, líkt og þeim sem Rússar eru taldi standa að baki, og vörnum sæstrengja. „NATO og ESB verða að gera mun betur við að verja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Häkkänen eftir fund utanríkismálaráðs ESB í Brussel í gær. Ráðherrann sagði dagblaðinu Politico að vitað sé að Rússar hefðu bæði getuna og viljan til þess að fremja spellvirki af þessu tagi í Evrópu. „Auðvitað rannsökum við þessar skemmdir með það sjónarmið í huga, að þetta séu skemmdarverk. Vegna þess að það er mjög ólíklegt að þetta hafi verið einhvers konar náttúrulegt óhapp,“ sagði Häkkänen. Dönsk herskip fylgdu eftir kínversku flutningaskipi sem sást á gervihnattamyndum nærri þeim stað þar sem strengirnir voru rofnir. Finnska ríkisútvarpið YLE segir að kínverska fraktskiptið Yi Peng 3 hafi verið eitt fjögurra skipa sem var með slökkt á staðsetningarmerki á tíma á sunnudag. Slökkt var á merkinu frá kínverska skipinu allt sunnudagskvöldið fram á aðfararnótt mánudags um það leyti sem það sigldi fram hjá finnska strengnum. Carl-Oskar Bohlin, almannavarnaráðherra Svíþjóðar, heldur á bæklingi með leiðbeiningum til almennings um hvað hann ætti að gera ef til neyðarástands eða stríðs kemur.AP/Claudio Bresciani/TT News Agency Uppfæra almannavarnaleiðbeiningar með stríð í huga Bæði Finnland og Svíþjóð, sem gengu í NATO eftir innrás Rússa í Úkraínu, hafa nýlega uppfært almannavarnaáætlanir sínar með leiðbeiningum um hvernig borgararnir geti búið sig undir stríð. Svipaðar áætlanir eru til staðar í Danmörku og Noregi en hvergi er þó minnst berum orðum á hættu sem stafi af Rússum. Á meðal þess sem norðurlandabúum er ráðlagt að eiga er drykkjarvatn, niðursoðin matvæli, lyf, klósettpappír, reiðufé, vasaljós og kerti. Einnig er mælt með því að fólk eigi joðtöflur ef til kjarnorkuslyss eða árásar kæmi. Joð getur dregið úr hættu á að geislun valdi æxlum. Stjórnvöld í Kreml hafa á undanförnum árum beitt svokölluðum blönduðum hernaði eða ógn gegn vestrænum ríkjum sem þau líta á sem óvini sína. Þau hafa einnig gefið sterklega í skyn að þau gætu beitt kjarnavopnum ef bandalagsríki Úkraínu ganga lengra í stuðningi sínum við landið.
NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Svíþjóð Sæstrengir Tengdar fréttir Neyðarkassinn eigi að skapa ró Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 28. ágúst 2024 20:02 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Neyðarkassinn eigi að skapa ró Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 28. ágúst 2024 20:02
Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01