Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira