Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:09 Margrét Eyjólfsdóttir með tíkina sína Lady sem líður afskaplega vel í Grindavík, bara svo lengi sem jarðskjálftahrina er ekki yfirstandandi. Margrét Eyjólfsdóttir Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10