Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:01 Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun