Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:01 Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun