Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2024 15:39 Enn flæðir hraun úr eldgosinu. Vísir/Vilhelm Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Virknin í þeim hefur verið nokkuð stöðug frá því í nótt en mesta virknin samkvæmt tilkynningunni er í gígnum sem er í miðjunni. Þá segir að litlar breytingar hafi mælst á gosóróa sem samræmist því að stöðug virkni sé í eldgosinu. Hraunrennslið sé þannig aðallega í vestur og renni frá gígnum í miðjunni. Hraun frá syðri og nyrðri hluta gossprungunnar rennur að mestu leyti til austurs og ógnar engum innviðum þar. Dregið úr hraunrennsli Þá kemur fram í tilkynningunni að töluvert hafi hægt á framrás hraunsins norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hrauntungan hafi þar mætt fyrirstöðu í landslaginu og dreifi því úr sér til norðurs frá varnargörðunum og þykknar. „Miðað við upphafsfasa eldgossins hefur dregið mikið úr hraunrennsli frá gossprungunni en þó er enn töluvert flæði frá virku gígunum, sérstaklega til vesturs,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að land haldi áfram að síga í Svartsengi sem sé í samræmi við það að talsvert flæði sé enn í gosinu. Á fyrstu klukkustundum gossins flæddu um tíu milljón rúmmetrar af kviku úr kvikuhólfinu sem er um helmingur af því rúmmáli sem hafði safnast í hólfið síðan í síðasta eldgosi. Búast má við því að land haldi áfram að síga á meðan flæðið í eldgosinu helst hátt. Uppfært hættumat Þá hefur hættumat á svæðinu verið uppfært og gildir til mánudags. Helsta breytingin er sú að heildarhætta á svæði 4, Grindavík, er nú metin töluverð. Gasdreifingarspá í dag er norðaustlæg átt og á morgun berst gasmengun til suðvesturs í átt að Grindavík og Svartsengi. Ekki er búist við gróðureldum. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá á vef okkar. Einnig er hægt að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Virknin í þeim hefur verið nokkuð stöðug frá því í nótt en mesta virknin samkvæmt tilkynningunni er í gígnum sem er í miðjunni. Þá segir að litlar breytingar hafi mælst á gosóróa sem samræmist því að stöðug virkni sé í eldgosinu. Hraunrennslið sé þannig aðallega í vestur og renni frá gígnum í miðjunni. Hraun frá syðri og nyrðri hluta gossprungunnar rennur að mestu leyti til austurs og ógnar engum innviðum þar. Dregið úr hraunrennsli Þá kemur fram í tilkynningunni að töluvert hafi hægt á framrás hraunsins norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hrauntungan hafi þar mætt fyrirstöðu í landslaginu og dreifi því úr sér til norðurs frá varnargörðunum og þykknar. „Miðað við upphafsfasa eldgossins hefur dregið mikið úr hraunrennsli frá gossprungunni en þó er enn töluvert flæði frá virku gígunum, sérstaklega til vesturs,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að land haldi áfram að síga í Svartsengi sem sé í samræmi við það að talsvert flæði sé enn í gosinu. Á fyrstu klukkustundum gossins flæddu um tíu milljón rúmmetrar af kviku úr kvikuhólfinu sem er um helmingur af því rúmmáli sem hafði safnast í hólfið síðan í síðasta eldgosi. Búast má við því að land haldi áfram að síga á meðan flæðið í eldgosinu helst hátt. Uppfært hættumat Þá hefur hættumat á svæðinu verið uppfært og gildir til mánudags. Helsta breytingin er sú að heildarhætta á svæði 4, Grindavík, er nú metin töluverð. Gasdreifingarspá í dag er norðaustlæg átt og á morgun berst gasmengun til suðvesturs í átt að Grindavík og Svartsengi. Ekki er búist við gróðureldum. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá á vef okkar. Einnig er hægt að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59
Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09
Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14