Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 27. nóvember 2024 09:00 Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun