Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 20:51 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra og leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist ekki treysta Sjálfstæðisflokknum til að fjárfesta í menntakerfinu. Hann segir flokkinn hafa barist gegn fjárveitingum til málaflokksins og lagt til niðurskurð á hverju ári. Þá gagnrýnir hann einnig harðlega hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna og aðra sérskóla. „Að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun og sérskóla hér og þar. Það er ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla.“ Það sé ekki rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika. Rétta leiðin sé að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það eigi meðal annars við um námsgögn. „Halló hvar hafið þið verið í öll þessi ár?" Ásmundur segir að betra væri að efla námsgagnaútgáfu frekar en að flokka börn og setja þau í sérskóla. Kennarasambandið hafi kallað eftir því í langan tíma að fá aukið námsefni þegar kemur að íslensku sem öðru tungumáli. Jafnframt sé gert ráð fyrir 50 prósent aukningu þróunarfé til leik- og grunnskóla í fjárlögum næsta árs. Framsóknarflokkurinn sé nú kominn í fjármálaráðuneytið og þá fyrst hafi borið á auknum fjárveitingum til menntamála. „Á sama tíma koma þeir flokkar sem hafa setið í fjármálaráðuneytinu í mjög mörg ár og vilja efla námsgagnaútgáfu.“ „Bara halló, hvar hafið þið verið í öll þessi ár sem ég var í menntamálaráðuneytinu og Lilja Alfreðsdóttir á undan? Þegar þið hafið beinlínis lagt til niðurskurð á hverju einasta ári, barist gegn því að við setjum fjármagn inn í þessa málaflokka, og svo komið þið núna og ætlið að boða innspýtingu í námsgagnaútgáfu? Bara velkomin í hópinn en ég bara treysti ykkur ekki til að vera tilbúinn að til að fjárfesta í menntakerfinu,“ segir Ásmundur Einar. Viðtalið var birt á Youtube-síðu Framsóknarflokksins, en umræða um þessi atriði hófst á mínútu 34. Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir „Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12 Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54 Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Þá gagnrýnir hann einnig harðlega hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna og aðra sérskóla. „Að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun og sérskóla hér og þar. Það er ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla.“ Það sé ekki rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika. Rétta leiðin sé að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það eigi meðal annars við um námsgögn. „Halló hvar hafið þið verið í öll þessi ár?" Ásmundur segir að betra væri að efla námsgagnaútgáfu frekar en að flokka börn og setja þau í sérskóla. Kennarasambandið hafi kallað eftir því í langan tíma að fá aukið námsefni þegar kemur að íslensku sem öðru tungumáli. Jafnframt sé gert ráð fyrir 50 prósent aukningu þróunarfé til leik- og grunnskóla í fjárlögum næsta árs. Framsóknarflokkurinn sé nú kominn í fjármálaráðuneytið og þá fyrst hafi borið á auknum fjárveitingum til menntamála. „Á sama tíma koma þeir flokkar sem hafa setið í fjármálaráðuneytinu í mjög mörg ár og vilja efla námsgagnaútgáfu.“ „Bara halló, hvar hafið þið verið í öll þessi ár sem ég var í menntamálaráðuneytinu og Lilja Alfreðsdóttir á undan? Þegar þið hafið beinlínis lagt til niðurskurð á hverju einasta ári, barist gegn því að við setjum fjármagn inn í þessa málaflokka, og svo komið þið núna og ætlið að boða innspýtingu í námsgagnaútgáfu? Bara velkomin í hópinn en ég bara treysti ykkur ekki til að vera tilbúinn að til að fjárfesta í menntakerfinu,“ segir Ásmundur Einar. Viðtalið var birt á Youtube-síðu Framsóknarflokksins, en umræða um þessi atriði hófst á mínútu 34.
Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir „Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12 Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54 Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12
Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54
Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03