Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:54 Íslenska landsliðið fékk að koma upp á svið hjá sjálfum Ed Sullivan í eftirminnilegri ferð fyrir 50 árum síðan. Kaninn Í fyrsta þætti Kanans í kvöld verður í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sýnt frá því þegar íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru heiðursgestir í þætti Ed Sullivan árið 1964, langvinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna á þeim tíma. Heimildaþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þessum fyrsta þætti er farið tæp 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu Kanarnir komu hingað til lands til að leika körfubolta að atvinnu og ævintýralegar frásagnir af þessum frumherjum rifjaðar upp. En tengsl Bandaríkjanna og íslensks körfubolta ná lengra aftur enda Bandaríkin vagga íþróttarinnar. Í þætti kvöldsins er rifjuð upp eftirminnileg æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna undir lok árs 1964 en þangað var liðinu boðið af bandaríska íþróttasambandinu til að spreyta sig meðal annars gegn háskólaliðum vestanhafs. „Fyrir okkur auðvitað algjört ævintýri” Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson, leikmenn KR á þeim tíma, voru meðal leikmanna sem voru valdir til ferðarinnar og lýsa henni sem miklu ævintýri. Þeir voru meðal heiðurgesta á leik hjá Boston Celtics og heilsuðu þar áhorfendum í hálfleik en lið Boston var stórveldi NBA-deildarinnar þessi árin undir leiðsögn goðsagnarinnar Red Auerbach með miðherjann Bill Russell fremstan í flokki. Enda eru Einar og Kolbeinn báðir annálaðir Celtics-menn eftir þessa ferð. Þá heimsótti hópurinn Hvíta húsið en eftirminnilegust var sennilega ferð hópsins í Ed Sullivan Theater á Manhattan. Þar voru þeir heiðurgestir við upptöku á þætti Ed Sullivan og kynnti hann hópinn sérstaklega undir lófaklappi áhorfenda. Ed Sullivan var á þessum tíma langsamlega vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og tugir milljóna Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn hverju sinni. Stærstu stjörnur þess tíma komu þar fram og skemmst að minnast fyrstu framkomu Bítlanna við komuna til Bandaríkjanna þetta sama ár. Margir hafa heyrt sögurnar af þessari uppákomu en myndskeiðið af landsliðinu í Ed Sullivan hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi svo vitað sé. En kynningu Sullivan á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði úr þættinum. Hittu Supremes Þátturinn var sendur út þann 27. desember 1964 og fór síðar í sögubækurnar fyrir þá staðreynd að þar steig kvennasveitin Supremes í fyrsta sinn á stokk í bandarísku sjónvarpi. „Eftir showið var okkur boðið upp á svið til að taka auðvitað mynd af okkur með Ed Sullivan og fengum að heilsa upp á Díönu Ross og Supremes. Og við vorum margir sem þvoðum okkur ekki um hendurnar í marga daga eftir að vera búnir að heilsa upp á þær. Þetta var algjört ævintýri,“ segir Einar í þætti kvöldsins. Fyrsti þáttur af Kananum fer í loftið klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 og klukkan 20 á Stöð 2 Sport. Körfubolti Kaninn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01 Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Sjá meira
Heimildaþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þessum fyrsta þætti er farið tæp 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu Kanarnir komu hingað til lands til að leika körfubolta að atvinnu og ævintýralegar frásagnir af þessum frumherjum rifjaðar upp. En tengsl Bandaríkjanna og íslensks körfubolta ná lengra aftur enda Bandaríkin vagga íþróttarinnar. Í þætti kvöldsins er rifjuð upp eftirminnileg æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna undir lok árs 1964 en þangað var liðinu boðið af bandaríska íþróttasambandinu til að spreyta sig meðal annars gegn háskólaliðum vestanhafs. „Fyrir okkur auðvitað algjört ævintýri” Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson, leikmenn KR á þeim tíma, voru meðal leikmanna sem voru valdir til ferðarinnar og lýsa henni sem miklu ævintýri. Þeir voru meðal heiðurgesta á leik hjá Boston Celtics og heilsuðu þar áhorfendum í hálfleik en lið Boston var stórveldi NBA-deildarinnar þessi árin undir leiðsögn goðsagnarinnar Red Auerbach með miðherjann Bill Russell fremstan í flokki. Enda eru Einar og Kolbeinn báðir annálaðir Celtics-menn eftir þessa ferð. Þá heimsótti hópurinn Hvíta húsið en eftirminnilegust var sennilega ferð hópsins í Ed Sullivan Theater á Manhattan. Þar voru þeir heiðurgestir við upptöku á þætti Ed Sullivan og kynnti hann hópinn sérstaklega undir lófaklappi áhorfenda. Ed Sullivan var á þessum tíma langsamlega vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og tugir milljóna Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn hverju sinni. Stærstu stjörnur þess tíma komu þar fram og skemmst að minnast fyrstu framkomu Bítlanna við komuna til Bandaríkjanna þetta sama ár. Margir hafa heyrt sögurnar af þessari uppákomu en myndskeiðið af landsliðinu í Ed Sullivan hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi svo vitað sé. En kynningu Sullivan á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði úr þættinum. Hittu Supremes Þátturinn var sendur út þann 27. desember 1964 og fór síðar í sögubækurnar fyrir þá staðreynd að þar steig kvennasveitin Supremes í fyrsta sinn á stokk í bandarísku sjónvarpi. „Eftir showið var okkur boðið upp á svið til að taka auðvitað mynd af okkur með Ed Sullivan og fengum að heilsa upp á Díönu Ross og Supremes. Og við vorum margir sem þvoðum okkur ekki um hendurnar í marga daga eftir að vera búnir að heilsa upp á þær. Þetta var algjört ævintýri,“ segir Einar í þætti kvöldsins. Fyrsti þáttur af Kananum fer í loftið klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 og klukkan 20 á Stöð 2 Sport.
Körfubolti Kaninn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01 Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Sjá meira
Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01
Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit