Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar 25. nóvember 2024 06:16 Mörgum Íslendingum erlendis vex í augum að kjósa utan kjörfundar, sérstaklega þegar kosningar bera að með jafn stuttum fyrirvara og nú. Eðlilega, það geta fylgt því miklar flækjur að finna út úr því hvar og hvað skuli kjósa, og koma atkvæði sínu til Íslands. Þá getur líka reynst freistandi að sleppa því bara að kjósa, kúpla sig út úr brjálæðinu sem á sér stað á Íslandi og njóta þess að búa erlendis, stunda jafnvel nám og leyfa látunum að gerast í heimi utan við sig. Hefur það yfir höfuð mikil áhrif á okkur sem lærum erlendis hver er í ríkisstjórn á Íslandi? Stjórnmál á Íslandi hafa heilmikið um kjör okkar að segja. Þó þú sért í námi erlendis er rödd þín í Alþingiskosningum á Íslandi samt sem áður mikilvæg! Kosningar eru þitt tækifæri til að móta framtíð Íslands í málefnum sem hafa áhrif á framtíð þína, fjölskyldu þína og heimaland þitt. Hvert atkvæði hefur áhrif á framtíð menntunar, loftslagmála, heilbrigðisþjónustu og fleira. Með því að kjósa átt þú þátt í því að tryggja að stjórnvöld mæti þörfum okkar allra og móti samfélagið að okkur. Ég biðla til námsmanna erlendis að ganga að kjörborðinu, hafið uppi á næsta kjörræðismanni, heimsækið næsta sendiráð og komið atkvæði ykkar til skila. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur tekið saman upplýsingar um ferlið á sine.is í von um að einfalda námsmönnum erlendis að kjósa. Þar munu einnig birtast viðtöl við fulltrúa flokkanna sem sitja fyrir svörum um málefni sem varða námsmenn erlendis. Hvað skiptir þig máli? ●Breyttar reglur í kringum skattlagningu námsstyrkja? ●Lengri framfærslutími námslána? ●Bætt styrkjakerfi hjá Menntasjóði námsmanna? ●Skiptir þig kannski miklu máli að greiða úr stjórnsýsluhindrunum sem blasa við fjölskyldum sem flytja aftur til Íslands? ●Eða eru það stjórnsýsluhindranirnar sem bregða fyrir þig fæti á meðan námi stendur? ●Breytt viðmiðunartímabil fyrir tekjutengingu fæðingarorlofs svo upphæðir miði ekki við þann tíma sem þú varst í námi? ●Eru sjúkratryggingar þér sérstaklega hugleiknar? ●Hærri skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna? Svo þér sé fært að fara í draumaskólann? Það er margt sem gerist í íslenskum stjórnmálum sem hefur bein áhrif á tækifæri og aðstæður Íslendinga sem velja að sækja sér menntun utan landsteinanna. Samband íslenskra námsmanna erlendis starfar að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. Höfundur er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Námslán Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Mörgum Íslendingum erlendis vex í augum að kjósa utan kjörfundar, sérstaklega þegar kosningar bera að með jafn stuttum fyrirvara og nú. Eðlilega, það geta fylgt því miklar flækjur að finna út úr því hvar og hvað skuli kjósa, og koma atkvæði sínu til Íslands. Þá getur líka reynst freistandi að sleppa því bara að kjósa, kúpla sig út úr brjálæðinu sem á sér stað á Íslandi og njóta þess að búa erlendis, stunda jafnvel nám og leyfa látunum að gerast í heimi utan við sig. Hefur það yfir höfuð mikil áhrif á okkur sem lærum erlendis hver er í ríkisstjórn á Íslandi? Stjórnmál á Íslandi hafa heilmikið um kjör okkar að segja. Þó þú sért í námi erlendis er rödd þín í Alþingiskosningum á Íslandi samt sem áður mikilvæg! Kosningar eru þitt tækifæri til að móta framtíð Íslands í málefnum sem hafa áhrif á framtíð þína, fjölskyldu þína og heimaland þitt. Hvert atkvæði hefur áhrif á framtíð menntunar, loftslagmála, heilbrigðisþjónustu og fleira. Með því að kjósa átt þú þátt í því að tryggja að stjórnvöld mæti þörfum okkar allra og móti samfélagið að okkur. Ég biðla til námsmanna erlendis að ganga að kjörborðinu, hafið uppi á næsta kjörræðismanni, heimsækið næsta sendiráð og komið atkvæði ykkar til skila. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur tekið saman upplýsingar um ferlið á sine.is í von um að einfalda námsmönnum erlendis að kjósa. Þar munu einnig birtast viðtöl við fulltrúa flokkanna sem sitja fyrir svörum um málefni sem varða námsmenn erlendis. Hvað skiptir þig máli? ●Breyttar reglur í kringum skattlagningu námsstyrkja? ●Lengri framfærslutími námslána? ●Bætt styrkjakerfi hjá Menntasjóði námsmanna? ●Skiptir þig kannski miklu máli að greiða úr stjórnsýsluhindrunum sem blasa við fjölskyldum sem flytja aftur til Íslands? ●Eða eru það stjórnsýsluhindranirnar sem bregða fyrir þig fæti á meðan námi stendur? ●Breytt viðmiðunartímabil fyrir tekjutengingu fæðingarorlofs svo upphæðir miði ekki við þann tíma sem þú varst í námi? ●Eru sjúkratryggingar þér sérstaklega hugleiknar? ●Hærri skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna? Svo þér sé fært að fara í draumaskólann? Það er margt sem gerist í íslenskum stjórnmálum sem hefur bein áhrif á tækifæri og aðstæður Íslendinga sem velja að sækja sér menntun utan landsteinanna. Samband íslenskra námsmanna erlendis starfar að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. Höfundur er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun