Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 17:55 Diego hefur meðal annars vanið komur sínar í A4 í Skeifunni, og slakar þar oftar en ekki á ofan á blaðastafla. Hulda Sigrún Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. „Það er búið að vera fólk úti langt fram eftir nóttu og byrjaði svo snemma í morgun að leita við Bíó Paradís,“ segir Eygló Anna Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, samtökum sem sérhæfa sig í leit að týndum gæludýrum. Fréttir af hvarfi Diegos komu fram í gær, en í færslu Dýrfinnu á Facebook kemur fram að Diego hafi verið tekinn úr A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur mikið til, milli 18:30 og 19 í gærkvöldi. Um svipað leyti hafi tveir sjónarvottar séð manneskju fara með köttinn upp í strætó númer 14. Þá hafi fengist staðfest frá strætóbílstjóra að viðkomandi hafi farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna segir leit hafa hafist um leið og fyrstu fréttir af hvarfi Diegos bárust. Ekki liggi fyrir hver hafi numið hann á brott. „En ég veit að myndefnið er komið inn á borð lögreglu.“ Vitnum beri ekki saman Vonir standi til að viðkomandi gefi sig fram og skili kettinum. Fjölskylda Diegos sé í öngum sínum og vilji fá hann heim sem fyrst, rétt eins og aðrir aðdáendur hans sem telja á sautjánda þúsund, ef miðað er við fjölda meðlima í Facebook-hópi tileinkuðum Diego. „Vitnum ber ekki saman um hvort þetta hafi verið kona eða karl. Við erum með grófa lýsingu á einstaklingnum, en við höfum sjálfar ekki fengið myndefnið úr myndavélunum. Lögreglan er með það,“ segir Eygló Anna. Ekki í fyrsta sinn sem leitað er að Diego Diego er heimilsköttur, sem hefur ítrekað gert sig heimakominn í verslun Hagkaupa og A4 í Skeifunni. Fyrir vikið hefur hann vakið mikla athygli, og sennilega er vöntun á þekktari ketti hér á landi í dag. Eygló Anna segir hvarf hans hafa vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni einmitt vegna þess hve þekktur hann er orðinn. „Það er ekki langt síðan það var keyrt á hann fyrir utan Hagkaup, þegar stór leit fór í gang við að finna hann og koma honum undir læknishendur. Þetta er enginn venjulegur kisi.“ Eygló Anna segist vona að Diego sé heill á húfi, hvar sem hann er, og fái mat og vatn. „Við viljum bara koma með þau skilaboð til þess sem tók hann að hann getur skilað honum, hvort sem er í Hagkaup eða Skeifunni, eða hann vilji hringja í okkur og við getum þá sótt hann. Við vonum innilega að viðkomandi hafi ekki tekið hann til þess að fá fundarlaun í staðinn.“ Fulltrúar Dýrfinnu lofi trúnaði gagnvart viðkomandi. Vonin sé einfaldlega sú að hann komist heim. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Það er búið að vera fólk úti langt fram eftir nóttu og byrjaði svo snemma í morgun að leita við Bíó Paradís,“ segir Eygló Anna Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, samtökum sem sérhæfa sig í leit að týndum gæludýrum. Fréttir af hvarfi Diegos komu fram í gær, en í færslu Dýrfinnu á Facebook kemur fram að Diego hafi verið tekinn úr A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur mikið til, milli 18:30 og 19 í gærkvöldi. Um svipað leyti hafi tveir sjónarvottar séð manneskju fara með köttinn upp í strætó númer 14. Þá hafi fengist staðfest frá strætóbílstjóra að viðkomandi hafi farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna segir leit hafa hafist um leið og fyrstu fréttir af hvarfi Diegos bárust. Ekki liggi fyrir hver hafi numið hann á brott. „En ég veit að myndefnið er komið inn á borð lögreglu.“ Vitnum beri ekki saman Vonir standi til að viðkomandi gefi sig fram og skili kettinum. Fjölskylda Diegos sé í öngum sínum og vilji fá hann heim sem fyrst, rétt eins og aðrir aðdáendur hans sem telja á sautjánda þúsund, ef miðað er við fjölda meðlima í Facebook-hópi tileinkuðum Diego. „Vitnum ber ekki saman um hvort þetta hafi verið kona eða karl. Við erum með grófa lýsingu á einstaklingnum, en við höfum sjálfar ekki fengið myndefnið úr myndavélunum. Lögreglan er með það,“ segir Eygló Anna. Ekki í fyrsta sinn sem leitað er að Diego Diego er heimilsköttur, sem hefur ítrekað gert sig heimakominn í verslun Hagkaupa og A4 í Skeifunni. Fyrir vikið hefur hann vakið mikla athygli, og sennilega er vöntun á þekktari ketti hér á landi í dag. Eygló Anna segir hvarf hans hafa vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni einmitt vegna þess hve þekktur hann er orðinn. „Það er ekki langt síðan það var keyrt á hann fyrir utan Hagkaup, þegar stór leit fór í gang við að finna hann og koma honum undir læknishendur. Þetta er enginn venjulegur kisi.“ Eygló Anna segist vona að Diego sé heill á húfi, hvar sem hann er, og fái mat og vatn. „Við viljum bara koma með þau skilaboð til þess sem tók hann að hann getur skilað honum, hvort sem er í Hagkaup eða Skeifunni, eða hann vilji hringja í okkur og við getum þá sótt hann. Við vonum innilega að viðkomandi hafi ekki tekið hann til þess að fá fundarlaun í staðinn.“ Fulltrúar Dýrfinnu lofi trúnaði gagnvart viðkomandi. Vonin sé einfaldlega sú að hann komist heim.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14
Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43