Gasmengun helsta hættan í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. nóvember 2024 19:50 Úlfar Lúðviksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Einar Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þar með sé þó ekki sagt að öll hætta sé liðin hjá. „Við erum hér í miðjum atburði og það er ennþá gos í gangi. En miðað við aðstæður þá teljum við óhætt að hleypa fólki inn í Grindavík,“ sagði Úlfar. Hraun náði Grindavíkurvegi fljótlega eftir að gos hófst og því er farið inn í bæinn um Suðurstrandarveg og Nesveg. Hvað er það sem helst ber að varast núna þegar þetta langt er liðið á gosið? „Ef við tölum um Grindavík þá er það helst gasmengun. Mengun hefur verið viðráðanleg hingað til inni í Grindavík og það er ástæðan fyrir því að við opnum núna.“ Hagstætt veður og þokkaleg vindátt spili þar nokkurn þátt. „Við aftur á móti leggjum áherslu á það að Svartsengissvæðið er í dag bara vinnusvæði og aðgangur þar er mjög takmarkaður. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu að nú síðdegis hafi verið farið með dróna búinn hitamyndavél yfir gosstöðvarnar. Miðað við frumniðurstöður þeirrar könnunar hafi dregið nær alveg úr virkni í syðsta gíg gosstöðvanna og miðgígnum. Mest virknin væri hins vegar í nyrsta gígnum. Enn sé hraunrennsli töluvert, sem geti sett álag á varnargarða sem unnið sé að því að hækka, samhliða hraunkælingu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þar með sé þó ekki sagt að öll hætta sé liðin hjá. „Við erum hér í miðjum atburði og það er ennþá gos í gangi. En miðað við aðstæður þá teljum við óhætt að hleypa fólki inn í Grindavík,“ sagði Úlfar. Hraun náði Grindavíkurvegi fljótlega eftir að gos hófst og því er farið inn í bæinn um Suðurstrandarveg og Nesveg. Hvað er það sem helst ber að varast núna þegar þetta langt er liðið á gosið? „Ef við tölum um Grindavík þá er það helst gasmengun. Mengun hefur verið viðráðanleg hingað til inni í Grindavík og það er ástæðan fyrir því að við opnum núna.“ Hagstætt veður og þokkaleg vindátt spili þar nokkurn þátt. „Við aftur á móti leggjum áherslu á það að Svartsengissvæðið er í dag bara vinnusvæði og aðgangur þar er mjög takmarkaður. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu að nú síðdegis hafi verið farið með dróna búinn hitamyndavél yfir gosstöðvarnar. Miðað við frumniðurstöður þeirrar könnunar hafi dregið nær alveg úr virkni í syðsta gíg gosstöðvanna og miðgígnum. Mest virknin væri hins vegar í nyrsta gígnum. Enn sé hraunrennsli töluvert, sem geti sett álag á varnargarða sem unnið sé að því að hækka, samhliða hraunkælingu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03