„Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:53 Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun