Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar 26. nóvember 2024 14:10 Það er víst ekki keppt í því enda ekki hægt að dæma heilar þjóðir. Til þess erum við of ólík en ef það væri keppni ættum við alveg séns á að verða best í heimi í því eins og svo mörgu öðru. Miðað við fólksfjölda. Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna. 1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023) 2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns. 3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa. Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar. Erum við rík? Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig. 4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk. 5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst. 6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks. Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar. Erum við heimsk? Tvö þjóðskálda okkar (EB og HL) töluðu um heimsku á þessum nótum, að horfa aðgerðalaus á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Það eru að koma kosningar, valdið er fólksins í smá stund. Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar. Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Það er víst ekki keppt í því enda ekki hægt að dæma heilar þjóðir. Til þess erum við of ólík en ef það væri keppni ættum við alveg séns á að verða best í heimi í því eins og svo mörgu öðru. Miðað við fólksfjölda. Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna. 1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023) 2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns. 3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa. Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar. Erum við rík? Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig. 4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk. 5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst. 6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks. Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar. Erum við heimsk? Tvö þjóðskálda okkar (EB og HL) töluðu um heimsku á þessum nótum, að horfa aðgerðalaus á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Það eru að koma kosningar, valdið er fólksins í smá stund. Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar. Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess. Höfundur er hönnuður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun