Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 17:00 Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. Örvæntingafullar mæður hringja í stjórnmálafólk um miðjar nætur og grátbiðja um hjálp. Barnavernd komin inn í málin á nokkrum heimilum. Þetta er ekki byrjun á dystopískri skáldsögu heldur raunveruleikinn sem blasir við nokkrum fjölskyldum á landinu vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða kennara. Ímyndið ykkur að þið væruð stödd í miðjum Covid heimsfaraldri nema þið væruð ein af örfáum. Flestir aðrir lifðu áfram eðlilegu lífi og fáir vissu af ykkar stöðu. Svona líður örfáum barnafjölskyldum á fjórum stöðum á landinu akkúrat núna. Foreldar hafa verið sökuð um forréttindablindu, að við lifum í búbblu og fáum allt upp í hendurnar og höfum ekki tilfinningalega né vitsmunalega greind til þess að glíma við mótlæti(þetta er ekki grín, þessi orð voru látin falla opinberlega). Þessar fullyrðingar gætu auðvitað ekki verið fjarri sannleikanum. Margar fjölskyldnanna eru nefnilega í þveröfugri stöðu við fallegu fullyrðingarnar hér að ofan og hafa einfaldlega ekki tök á því að láta í sér heyra sökum stöðu sinnar. Vika fimm af ótímabundnu verkfalli í fjórum leikskólum er gengin í garð. Vert er að minnast á það að ein lengsta verkfallsaðgerð kennarasambandsins á síðari árum var sex vikna allsherjarverkfall í grunnskólum landsins sem mjög margir muna vel eftir. Það styttist í að umrætt verkfall núna nái þessum tímamörkum og gott betur en það. Hins vegar munu líklegast fáir muna eftir þessum aðgerðum, þar sem hér er ekki um að ræða allsherjarverkfall, heldur ótímabundið verkfall á fjórum leikskólum á landinu þar sem um 600 börn og fjölskyldur þeirra verða fyrir barðinu. Þessi grein er skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta þessum gegndarlausu aðgerðum tafarlaust. Hér eru börnin okkar notuð sem peð í kjaradeilu sem er í besta falli siðlaus en í versta falli ólögleg. Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir setja enga pressu á samningsaðila að semja og það hefur sannað sig, samningsaðilar eru rétt að byrja að ræða saman eftir rúmar fjórar vikur af verkfalli(og það er deginum ljósara að það er langt í langt miðað við viðtöl við ríkissáttasemjara síðustu daga). Það skal tekið fram að verkfallsaðgerðum má beita til þess að setja þrýsting á deiluaðila að ná sáttum, en þessar aðgerðir uppfylla augljóslega ekki þau skilyrði. Þegar þetta er skrifað hefur margsinnis verið þrýst á Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér í málinu. Mörg bréf og skilaboð til ráðherra, frambjóðenda, forseta og allra þeirra sem gætu og ættu að tjá sig um málið, hafa verið skrifuð. Kjarni málsins er hins vegar sá að Kennarasamband Íslands er sá aðili sem getur breytt aðgerðunum. Kallað hefur verið eftir því að verkföll leikskólana verði tímabundin eins og á öðrum skólastigum og leikskólunum verði róterað. Þessu kalli hefur ekki verið svarað en hins vegar ákvað forysta KÍ að bæta við 10 leikskólum í viðbót sem munu hefja ótímabundið verkfall eftir örfáar vikur. Þeir fjórir leikskólar sem nú þegar hafa afplánað tæpar fimm vikur munu hins vegar ekki sleppa úr prísundinni heldur sitja heima áfram. Nú sjá foreldrar þann eina kost í stöðunni að leita réttar barna sinna fyrir dómstólum. Mig langar að hvetja kennara sem þetta lesa til þess að þrýsta á sína forystu að breyta aðgerðunum. Það verður að teljast afar líklegt að mannúðlegri aðgerðir sem dreifast á fleiri fái mun meiri athygli, setji meiri pressu á deiluaðila og það sem mestu máli skiptir, skili sér í samstöðu og samkennd þjóðarinnar með kennurum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. Örvæntingafullar mæður hringja í stjórnmálafólk um miðjar nætur og grátbiðja um hjálp. Barnavernd komin inn í málin á nokkrum heimilum. Þetta er ekki byrjun á dystopískri skáldsögu heldur raunveruleikinn sem blasir við nokkrum fjölskyldum á landinu vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða kennara. Ímyndið ykkur að þið væruð stödd í miðjum Covid heimsfaraldri nema þið væruð ein af örfáum. Flestir aðrir lifðu áfram eðlilegu lífi og fáir vissu af ykkar stöðu. Svona líður örfáum barnafjölskyldum á fjórum stöðum á landinu akkúrat núna. Foreldar hafa verið sökuð um forréttindablindu, að við lifum í búbblu og fáum allt upp í hendurnar og höfum ekki tilfinningalega né vitsmunalega greind til þess að glíma við mótlæti(þetta er ekki grín, þessi orð voru látin falla opinberlega). Þessar fullyrðingar gætu auðvitað ekki verið fjarri sannleikanum. Margar fjölskyldnanna eru nefnilega í þveröfugri stöðu við fallegu fullyrðingarnar hér að ofan og hafa einfaldlega ekki tök á því að láta í sér heyra sökum stöðu sinnar. Vika fimm af ótímabundnu verkfalli í fjórum leikskólum er gengin í garð. Vert er að minnast á það að ein lengsta verkfallsaðgerð kennarasambandsins á síðari árum var sex vikna allsherjarverkfall í grunnskólum landsins sem mjög margir muna vel eftir. Það styttist í að umrætt verkfall núna nái þessum tímamörkum og gott betur en það. Hins vegar munu líklegast fáir muna eftir þessum aðgerðum, þar sem hér er ekki um að ræða allsherjarverkfall, heldur ótímabundið verkfall á fjórum leikskólum á landinu þar sem um 600 börn og fjölskyldur þeirra verða fyrir barðinu. Þessi grein er skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta þessum gegndarlausu aðgerðum tafarlaust. Hér eru börnin okkar notuð sem peð í kjaradeilu sem er í besta falli siðlaus en í versta falli ólögleg. Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir setja enga pressu á samningsaðila að semja og það hefur sannað sig, samningsaðilar eru rétt að byrja að ræða saman eftir rúmar fjórar vikur af verkfalli(og það er deginum ljósara að það er langt í langt miðað við viðtöl við ríkissáttasemjara síðustu daga). Það skal tekið fram að verkfallsaðgerðum má beita til þess að setja þrýsting á deiluaðila að ná sáttum, en þessar aðgerðir uppfylla augljóslega ekki þau skilyrði. Þegar þetta er skrifað hefur margsinnis verið þrýst á Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér í málinu. Mörg bréf og skilaboð til ráðherra, frambjóðenda, forseta og allra þeirra sem gætu og ættu að tjá sig um málið, hafa verið skrifuð. Kjarni málsins er hins vegar sá að Kennarasamband Íslands er sá aðili sem getur breytt aðgerðunum. Kallað hefur verið eftir því að verkföll leikskólana verði tímabundin eins og á öðrum skólastigum og leikskólunum verði róterað. Þessu kalli hefur ekki verið svarað en hins vegar ákvað forysta KÍ að bæta við 10 leikskólum í viðbót sem munu hefja ótímabundið verkfall eftir örfáar vikur. Þeir fjórir leikskólar sem nú þegar hafa afplánað tæpar fimm vikur munu hins vegar ekki sleppa úr prísundinni heldur sitja heima áfram. Nú sjá foreldrar þann eina kost í stöðunni að leita réttar barna sinna fyrir dómstólum. Mig langar að hvetja kennara sem þetta lesa til þess að þrýsta á sína forystu að breyta aðgerðunum. Það verður að teljast afar líklegt að mannúðlegri aðgerðir sem dreifast á fleiri fái mun meiri athygli, setji meiri pressu á deiluaðila og það sem mestu máli skiptir, skili sér í samstöðu og samkennd þjóðarinnar með kennurum.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar