Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2024 17:48 Jóhanna segir að foreldrar barna í leikskólunum þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, hafi sumir þurft að segja upp vinnu og aðrir séu að klára sumarorlofið sitt. Vísir/Sigurjón Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. „Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.“ Svona hefst grein sem Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir birti á Vísi fyrr í dag undir yfirskriftinni Gleymdu leikskólabörnin. Tilefnið er að nú er fimmta vika ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum á landsvísu gengin í garð. Hún segist vita fyrir víst að þrír foreldrar hafi misst vinnuna, en þeir séu sennilega fleiri. „Já þetta eru nokkrir aðilar, ég er ekki með nákvæma tölu en þetta er nokkuð stór hópur af fólki,“ segir hún. Börnum mismunað gróflega Jóhanna segir að greinin sé skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta aðgerðunum tafarlaust. Börnin séu notuð sem peð í kjaradeilu sem sé í besta falli siðlaus. „Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það.“ Hún segir það augljóst að aðgerðirnar setji enga pressu á samningsaðila. Nú séu fjórar vikur liðnar af verkfalli og samningsaðilar séu rétt að byrja ræða saman. Jóhanna segir að nú sé verið að skoða hvað hægt sé að gera varðandi rétt barnanna, en hún vísar í að umboðsmaður barna hafi sagt að verkföllin mismuni börnum. „Það er verið að skoða hvað er hægt að gera, en í rauninni er það ennþá óljóst því miður,“ segir hún. Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.“ Svona hefst grein sem Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir birti á Vísi fyrr í dag undir yfirskriftinni Gleymdu leikskólabörnin. Tilefnið er að nú er fimmta vika ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum á landsvísu gengin í garð. Hún segist vita fyrir víst að þrír foreldrar hafi misst vinnuna, en þeir séu sennilega fleiri. „Já þetta eru nokkrir aðilar, ég er ekki með nákvæma tölu en þetta er nokkuð stór hópur af fólki,“ segir hún. Börnum mismunað gróflega Jóhanna segir að greinin sé skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta aðgerðunum tafarlaust. Börnin séu notuð sem peð í kjaradeilu sem sé í besta falli siðlaus. „Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það.“ Hún segir það augljóst að aðgerðirnar setji enga pressu á samningsaðila. Nú séu fjórar vikur liðnar af verkfalli og samningsaðilar séu rétt að byrja ræða saman. Jóhanna segir að nú sé verið að skoða hvað hægt sé að gera varðandi rétt barnanna, en hún vísar í að umboðsmaður barna hafi sagt að verkföllin mismuni börnum. „Það er verið að skoða hvað er hægt að gera, en í rauninni er það ennþá óljóst því miður,“ segir hún.
Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira