Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:42 Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun