Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:11 Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun