Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 13:31 Víkingar hafa fagnað tveimur fræknum sigrum í Sambandsdeildinni, þeim fyrstu í sögu íslenskra liða, gegn Cerlce Brugge frá Belgíu og Borac frá Bosníu. vísir/Anton Hundrað milljón krónur, tækifæri á umspili og þar með leiktíð fram í febrúar, og möguleiki á að tryggja Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar. Það er afskaplega mikið í húfi hjá Víkingum í Armeníu í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Víkingar reyna í dag að verða fyrstir til að vinna FC Noah á heimavelli liðsins í Armeníu, en þar hefur Noah unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni. Leikur liðanna hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Víkingur hefur þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í hinni nýju deildakeppni Sambandsdeildarinnar, og er í 14. sæti af 36 liðum deildarinnar. Samkvæmt tölfræðisíðunni Football Rankings sýna hermanir að sjö stig ættu nær örugglega að duga til þess að komast á næsta stig keppninnar, og samkvæmt því ættu Víkingar því bara að þurfa eitt stig í dag, eða gegn Djurgården eða LASK í lokaleikjunum í desember, til þess að lengja sína leiktíð verulega. Staðan í Sambandsdeild Evrópu eftir þrjár umferðir af sex. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.Wikipedia Efstu átta lið deildarinnar komast beint í 16-liða úrslitin, 6. og 13. mars, en liðin í 9.-24. sæti komast í umspil sem fram fer 13. og 20. febrúar. Ef að Víkingar komast í þetta umspil, og hvað þá 16-liða úrslitin, verður keppnistímabil þeirra því orðið talsvert lengra en eitt ár, og farið að blandast við næstu leiktíð, en þeir hófu þetta keppnistímabil á Reykjavíkurmótinu með leik við Fylki 6. janúar. Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Hver sigur í keppninni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Sigur í dag myndi hins vegar gera enn meira og tryggja liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni. Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu, eða um 830 milljónir króna. Hafa má í huga að á móti þeirri upphæð kemur þó hellings kostnaður, til að mynda við ferðalagið langa til Armeníu. Ferðalag sem nokkrir afar dyggir stuðningsmenn Víkings settu ekki fyrir sig. Uppfært! Það verða um 10.000 og 6 á Republic Stadium í kvöld. Takk.— Víkingur (@vikingurfc) November 28, 2024 Gætu komið næstu bikarmeisturum í Evrópudeild Síðast en ekki síst yrði sigur í dag svo afar mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er í baráttu við Armeníu á stigalista UEFA. Sá listi ræður Evrópusætum og til að mynda á Ísland núna rétt á einu sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar, og þremur sætum í undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er C-deild Evrópukeppnanna. Víkingar eru búnir að koma Íslandi upp í 33. sæti listans, neðsta sætið sem myndi gefa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar, tímabilið 2025-26. En Armenar eru rétt fyrir neðan Íslendinga og því skiptir leikurinn í dag miklu máli í þessari baráttu. Sæti í undankeppni Evrópudeildar er mun fýsilegra en sæti í Sambandsdeild, til að mynda vegna þess að lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildarinnar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar og fá því að lágmarki tvö Evrópueinvígi í stað eins. 📈 Country Ranking Movements this week:🏴 Scotland overtook Greece, Denmark and Switzerland!🇨🇭 Switzerland overtook Denmark!🇸🇪 Sweden overtook Hungary!🇨🇾 Cyprus overtook Slovakia!🇦🇿 Azerbaijan overtook Bulgaria!🇮🇸 Iceland overtook Kosovo and Armenia! pic.twitter.com/NGUHUblzaO— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 En jafnvel þó að leikurinn í dag myndi tapast þá hafa Víkingar enn tvo leiki til stefnu til að vinna að ofangreindum áföngum. Þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð 12. desember og klára svo jólagjafainnkaupin í Austurríki þar sem þeir mæta LASK 19. desember. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Víkingar reyna í dag að verða fyrstir til að vinna FC Noah á heimavelli liðsins í Armeníu, en þar hefur Noah unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni. Leikur liðanna hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Víkingur hefur þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í hinni nýju deildakeppni Sambandsdeildarinnar, og er í 14. sæti af 36 liðum deildarinnar. Samkvæmt tölfræðisíðunni Football Rankings sýna hermanir að sjö stig ættu nær örugglega að duga til þess að komast á næsta stig keppninnar, og samkvæmt því ættu Víkingar því bara að þurfa eitt stig í dag, eða gegn Djurgården eða LASK í lokaleikjunum í desember, til þess að lengja sína leiktíð verulega. Staðan í Sambandsdeild Evrópu eftir þrjár umferðir af sex. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.Wikipedia Efstu átta lið deildarinnar komast beint í 16-liða úrslitin, 6. og 13. mars, en liðin í 9.-24. sæti komast í umspil sem fram fer 13. og 20. febrúar. Ef að Víkingar komast í þetta umspil, og hvað þá 16-liða úrslitin, verður keppnistímabil þeirra því orðið talsvert lengra en eitt ár, og farið að blandast við næstu leiktíð, en þeir hófu þetta keppnistímabil á Reykjavíkurmótinu með leik við Fylki 6. janúar. Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Hver sigur í keppninni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Sigur í dag myndi hins vegar gera enn meira og tryggja liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni. Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu, eða um 830 milljónir króna. Hafa má í huga að á móti þeirri upphæð kemur þó hellings kostnaður, til að mynda við ferðalagið langa til Armeníu. Ferðalag sem nokkrir afar dyggir stuðningsmenn Víkings settu ekki fyrir sig. Uppfært! Það verða um 10.000 og 6 á Republic Stadium í kvöld. Takk.— Víkingur (@vikingurfc) November 28, 2024 Gætu komið næstu bikarmeisturum í Evrópudeild Síðast en ekki síst yrði sigur í dag svo afar mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er í baráttu við Armeníu á stigalista UEFA. Sá listi ræður Evrópusætum og til að mynda á Ísland núna rétt á einu sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar, og þremur sætum í undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er C-deild Evrópukeppnanna. Víkingar eru búnir að koma Íslandi upp í 33. sæti listans, neðsta sætið sem myndi gefa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar, tímabilið 2025-26. En Armenar eru rétt fyrir neðan Íslendinga og því skiptir leikurinn í dag miklu máli í þessari baráttu. Sæti í undankeppni Evrópudeildar er mun fýsilegra en sæti í Sambandsdeild, til að mynda vegna þess að lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildarinnar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar og fá því að lágmarki tvö Evrópueinvígi í stað eins. 📈 Country Ranking Movements this week:🏴 Scotland overtook Greece, Denmark and Switzerland!🇨🇭 Switzerland overtook Denmark!🇸🇪 Sweden overtook Hungary!🇨🇾 Cyprus overtook Slovakia!🇦🇿 Azerbaijan overtook Bulgaria!🇮🇸 Iceland overtook Kosovo and Armenia! pic.twitter.com/NGUHUblzaO— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 En jafnvel þó að leikurinn í dag myndi tapast þá hafa Víkingar enn tvo leiki til stefnu til að vinna að ofangreindum áföngum. Þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð 12. desember og klára svo jólagjafainnkaupin í Austurríki þar sem þeir mæta LASK 19. desember.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira