Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:00 Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun