Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar 29. nóvember 2024 12:22 Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu árum tekið skýra forystu í málefnum eldri borgara með aðgerðum sem hafa bætt lífskjör þeirra og aukið fjárhagslegt öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn vill þó ganga enn lengra í að tryggja að eldri borgarar njóti þess sem þeir hafa unnið fyrir, með skattalækkunum, auknum frítekjumörkum og kerfisumbótum sem miða að því að bæta hag þeirra sem verst standa. Framfarir í þjónustu og lægri skattar Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt mikilvægu átaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við eldra fólk. Fjöldi hjúkrunarrýma hefur aukist um 881 frá 2017, þar af 622 ný rými, og aðstaða í 259 eldri rýmum hefur verið stórbætt. Með því að aðskilja byggingu og rekstur húsnæðis frá þjónustunni sjálfri hefur verið tryggt að eldri borgarar fái þjónustu sem byggir á faglegum forsendum, sem flýtt hefur fyrir uppbyggingu og aukið rekstrarhagkvæmni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram skýrar áherslur um að auka ráðstöfunartekjur eldri borgara með því að lækka skatta og rýmka frítekjumörk: Sjálfstæðisflokkurinn vill að frítekjumark atvinnutekna hækki í 350 þúsund krónur á mánuði. Þetta eykur frelsi eldri borgara til að afla tekna án þess að lenda í tekjuskerðingum frá almannatryggingum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og gefa eldri borgurum tækifæri til að njóta ávöxtunar á sparnaði sínum án þess að greiða skatt af verðbólgu. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema helming erfðafjárskatts og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir króna, sem gerir fjölskyldum kleift að varðveita fjármuni fyrir komandi kynslóðir. Þessar breytingar tryggja að fjárhagslegt öryggi eldri borgara verði aukið verulega. Róttækar umbætur á lífeyriskerfinu Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi í umbótum á almannatryggingakerfinu. Frá 2017 hefur grunnlífeyrir hækkað um rúmlega 45%, og sérstakt frítekjumark atvinnutekna var tekið upp árið 2018. Þrátt fyrir þessar framfarir er ljóst að betur má gera. Grunnlífeyrir almannatrygginga stendur í dag í um 330 þúsund krónum á mánuði, á meðan lágmarkslaun Starfsgreinasambandsins eru 425 þúsund krónur. Flokkurinn mun beita sér fyrir því að brú á milli þessara fjárhæða verði brúuð. Að sama skapi leggur flokkurinn áherslu á að afnema þær 45% skerðingar sem nú eiga sér stað fyrir hverja krónu sem aflað er umfram grunnlífeyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innleitt stefnumótandi áætlunina „Gott að eldast“, sem tryggir að þjónusta við eldri borgara verði veitt á réttum tíma, á réttum stað og á forsendum þeirra sjálfra. Áhersla er lögð á að samþætta heimaþjónustu sveitarfélaga og heilbrigðisþjónustu, þannig að enginn falli milli kerfa. Skýr valkostur fyrir öruggt ævikvöld Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum og boðar aðgerðir sem miða að bættum lífskjörum þeirra. Þetta er skýr andstæða við vinstriflokkana, sem leggja áherslu á skattahækkanir og aukin útgjöld. Til að breytingarnar komist í gegn þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu í komandi kosningum. Með áframhaldandi forystu flokksins verður tryggt að eldri borgarar njóti þeirrar virðingar, frelsis og réttinda sem þeir eiga skilið. Valið er einfalt: Auka frelsi og kjör eldri borgara – eða láta skattahækkanir tefja framfarirnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu árum tekið skýra forystu í málefnum eldri borgara með aðgerðum sem hafa bætt lífskjör þeirra og aukið fjárhagslegt öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn vill þó ganga enn lengra í að tryggja að eldri borgarar njóti þess sem þeir hafa unnið fyrir, með skattalækkunum, auknum frítekjumörkum og kerfisumbótum sem miða að því að bæta hag þeirra sem verst standa. Framfarir í þjónustu og lægri skattar Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt mikilvægu átaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við eldra fólk. Fjöldi hjúkrunarrýma hefur aukist um 881 frá 2017, þar af 622 ný rými, og aðstaða í 259 eldri rýmum hefur verið stórbætt. Með því að aðskilja byggingu og rekstur húsnæðis frá þjónustunni sjálfri hefur verið tryggt að eldri borgarar fái þjónustu sem byggir á faglegum forsendum, sem flýtt hefur fyrir uppbyggingu og aukið rekstrarhagkvæmni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram skýrar áherslur um að auka ráðstöfunartekjur eldri borgara með því að lækka skatta og rýmka frítekjumörk: Sjálfstæðisflokkurinn vill að frítekjumark atvinnutekna hækki í 350 þúsund krónur á mánuði. Þetta eykur frelsi eldri borgara til að afla tekna án þess að lenda í tekjuskerðingum frá almannatryggingum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og gefa eldri borgurum tækifæri til að njóta ávöxtunar á sparnaði sínum án þess að greiða skatt af verðbólgu. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema helming erfðafjárskatts og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir króna, sem gerir fjölskyldum kleift að varðveita fjármuni fyrir komandi kynslóðir. Þessar breytingar tryggja að fjárhagslegt öryggi eldri borgara verði aukið verulega. Róttækar umbætur á lífeyriskerfinu Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi í umbótum á almannatryggingakerfinu. Frá 2017 hefur grunnlífeyrir hækkað um rúmlega 45%, og sérstakt frítekjumark atvinnutekna var tekið upp árið 2018. Þrátt fyrir þessar framfarir er ljóst að betur má gera. Grunnlífeyrir almannatrygginga stendur í dag í um 330 þúsund krónum á mánuði, á meðan lágmarkslaun Starfsgreinasambandsins eru 425 þúsund krónur. Flokkurinn mun beita sér fyrir því að brú á milli þessara fjárhæða verði brúuð. Að sama skapi leggur flokkurinn áherslu á að afnema þær 45% skerðingar sem nú eiga sér stað fyrir hverja krónu sem aflað er umfram grunnlífeyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innleitt stefnumótandi áætlunina „Gott að eldast“, sem tryggir að þjónusta við eldri borgara verði veitt á réttum tíma, á réttum stað og á forsendum þeirra sjálfra. Áhersla er lögð á að samþætta heimaþjónustu sveitarfélaga og heilbrigðisþjónustu, þannig að enginn falli milli kerfa. Skýr valkostur fyrir öruggt ævikvöld Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum og boðar aðgerðir sem miða að bættum lífskjörum þeirra. Þetta er skýr andstæða við vinstriflokkana, sem leggja áherslu á skattahækkanir og aukin útgjöld. Til að breytingarnar komist í gegn þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu í komandi kosningum. Með áframhaldandi forystu flokksins verður tryggt að eldri borgarar njóti þeirrar virðingar, frelsis og réttinda sem þeir eiga skilið. Valið er einfalt: Auka frelsi og kjör eldri borgara – eða láta skattahækkanir tefja framfarirnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun