Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 15:22 Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Samfylkingin Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar