Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar 29. nóvember 2024 19:10 Lögreglumenn eru búnir að vera kjarasamningslausir í 8 mánuði, þeir felldu kjarasamning í júní með miklum meirihluta. Lögreglumenn hafa ekki haft verkfallsrétt síðan 1986. Samkomulag var gert við fjármálaráðherra þess eðlis að fyrir afnám verkfallsréttarins áttu lögreglumenn að fá launahækkun samsvarandi meðalhækkun fjögurra viðmiðunarhópa tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí. Viðmiðunarstéttirnar voru síðan ákvarðaðar með samkomulagi undirrituðu 27. febrúar 1987. Þetta gekk ekki betur en svo að samkomulagið var svikið af hálfu ríkisins þann 1. júlí 1987. Lögreglumenn hafa frá þeim tíma reynt að fá aftur verkfallsrétt en ekki er óvarlegt að segja að hann hafi verið tekinn af lögreglumönnum með þvingunum. Undanfarið hef ég fylgst með fréttum um framvindu mála í kjaraviðræðum hjá kennurum og læknum. Það væri í reynd erfitt að komast hjá því. Báðar hafa þessar stéttir verkfallsrétt og eðlilega er staða viðræðanna því fréttnæm. Það er þó ekki auðvelt að skilja hvers vegna læknar mega fara í verkfall en ekki lögreglumenn. Gert er ráð fyrir báðum stéttum á undanþágulista í lögum og því væri lágmarksmönnun tryggð meðan á verkfalli stæði. Nú þegar kosningar eru á næsta leiti ákvað ég að kynna mér stefnur flokka í framboði í löggæslumálum. Kanna hvaða flokkar væru stóryrtir og hygðust tryggja að lögreglan gæti þjónustað samfélagið sem best. Það má segja að ég hafi gripið í tómt. Einungis tveir flokkar hafa sett fram stefnu í löggæslumálum, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn. Aðrir flokkar tilgreina á heimasíðum sínum upp undir 30 málaflokka sem þeir leggja áherslu á en nefna löggæslu ekki einu orði. Vegna þessa sendi ég, sem varaformaður Landssambands lögreglumanna, tölvupósta á alla flokka í framboði. Ég spurði hver stefna þeirra væri í löggæslumálum og hvort þeir væru fylgjandi því að lögreglumenn endurheimtu verkfallsrétt sinn. Þá spurði ég flokkana eftir atvikum út í þau atriði er varða löggæslu sem tilgreind voru í mýflugumynd á heimasíðum einhverra þeirra. Sósíalistaflokkurinn, Píratar og Ábyrg framtíð hafa ekki svarað. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn vilja ekki að lögreglumenn hafi verkfallsrétt og Framsókn kveðst ekki hafa tekið afstöðu til þess. Svo var það svar Samfylkingarinnar sem sagði fjölmörg erindi berast frá hagsmunasamtökum, áhugamannafélögum og einstaklingum í aðdraganda kosninga og var ég því vinsamlegast beðin um að fækka spurningum úr fimm í þrjár. Þá var það tilgreint að ekki væri hægt að tryggja að svör frá þeim myndu berast. Og það er allur áhuginn sem sá flokkur sem mælist með mest fylgi á landsvísu hefur á löggæslumálum. Engin stefna, engin „plön“, engin svör. Þar til næsta dag, en þá barst mér annar tölvupóstur frá Samfylkingunni. „Sæl Agnes, mér skilst að svarið frá mér í gær hafi ratað inn á umræðuvettvang lögreglumanna og vakið þar hörð viðbrögð.“ Mikið rétt! Enda hafði ég tilgreint (og feitletrað) í tölvupóstinum sem ég sendi að svörin myndi ég birta fyrir félagsmönnum. Og jú, viðbrögðin voru hörð - eðlilega. Samfylkingin greindi frá því að samkomulag hafi verið gert við þá flokka sem áttu fulltrúa á Alþingi að svara með þeim hætti sem þau gerðu. Þrátt fyrir það voru þau eini flokkurinn sem svaraði með þessum hætti, jafnvel þótt spurningarnar væru fleiri en þrjár sem lagðar voru fyrir. Það er hjákátlegt en ekki síður sorglegt og alvarlegt að hugsa til þess að Samfylkingin setji stéttarfélag lögreglumanna undir sama hatt og hagsmunasamtök eða áhugamannafélög því það er nákvæmlega þannig sem lögreglumenn upplifa sig í þessari kosningabaráttu, sem félaga í áhugamannafélagi um löggæslu. Löggæslu er nefnilega ekki gert hærra undir höfði en þetta af þeim stjórnmálaflokkum sem í framboði eru. Hvað þá heldur af fjölmiðlum, sem enginn virðist hafa veitt athygli þessu algjöra stefnuleysi flokkanna í löggæslumálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjölga lögreglumönnum um 200. Ekki nóg með það, hann vill líka fjölga í varasveit lögreglu. Nú ef einhver veit hvar þessa varasveit er að finna þá má tilkynna henni að von sé á fjölgun! Sjálfstæðisflokkurinn vill einnig fjölga landamæravörðum. Landamæraverðir eru ekki lögreglumenn en ráðnir til að sinna þessum mikilvæga hluta löggæslu því ekki eru til nægilega margir lögreglumenn á landinu til að manna þessi stöðugildi. Engar menntunarkröfur eru gerðar fyrir starf landamæravarða en lögregla ber ábyrgð á landamæragæslu skv. lögum og því starfa landamæraverðir undir varðstjóra lögreglu. Varðstjóra sem er á lægri launum en landamæraverðirnir. Þar skiptir engu máli áralöng reynsla og menntun lögreglumannsins, jafnvel aukin háskólamenntun. Lögreglumenn fá nefnilega ekkert greitt aukalega fyrir að bæta við sig menntun. Árið 1986, þegar verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, varð verulegt hrun í stétt lögreglumanna. Margir reyndir starfsmenn sögðu upp störfum og hurfu til betur launaðra starfa. Ég er hrædd um að í það stefni aftur. Lögreglumenn kolfelldu síðasta kjarasamning. Óánægjan er algjör. Við höfum heyrt kosningaloforð um fjölgun lögreglumanna en hvað með starfandi lögreglumenn? Reynslumiklu lögreglumennina sem hafa fengið sig algjörlega fullsadda af þessari framkomu ríkisins gagnvart stéttinni? Lögreglumennirnir sem fyrir löngu hættu að treysta ríkinu því jú, svikin hafa verið stöðug í að minnsta kosti 37 ár. Lögreglumennirnir sem vita að þeir fá mun hærri laun og bera minni ábyrgð starfandi t.a.m. sem landamæraverðir. Hvernig á að halda þessu fólki innan lögreglunnar? Flokkar sem eru á móti því að lögreglumenn fái verkfallsrétt velja að viðhalda gömlum svikum sem minna hressilega á sig í hvert einasta skipti sem kjarasamningar lögreglumanna eru lausir. Í hvert einasta skipti hafa staðið yfir langar deilur. Sömu flokkar réttlæta afstöðu sína með því hve mikilvæg stéttin sé. Merkilegt að vera svona mikilvæg en á sama tíma upplifa algjört skeytingarleysi varðandi það að við séum kjarasamningslaus. Endurtakist í 37 ár. Almenningur á rétt á því að fá hjá lögreglu góða þjónustu. Það er skýrt að hinn almenni borgari veldi frekar að fá til sín menntaðan lögreglumann en afleysingarmann þegar hann óskaði eftir aðstoð lögreglu. Þau myndu velja skjótan málshraða. Að lögreglumenn hefðu þau tæki, tól og heimildir sem til þyrfti til að rannsaka mál með sem bestum og skilvirkustum hætti. Þau myndu kjósa lögreglumann sem væri hvattur til að bæta við sig menntun sem nýttist í starfi, reynslumikla og metnaðarfulla lögreglumenn. Almenningur hefur valdið. En hver ætlar sér að tryggja almenningi þá þjónustu sem þau vilja fá? Því er erfitt að svara þegar algjör þögn ríkir um löggæslumál. Það er lágmarkskrafa að þau sem óska eftir umboði frá okkur greini okkur frá áherslum sínum. Ég vil óska læknum til hamingju með nýundirritaðan kjarasamning. Það er ljóst að verkfallsvopn þeirra hafði töluvert vægi. Þau þurftu ekki einu sinni að beita því. Nú þarf bara að semja við kennara. Að því loknu finnst kannski tími til að semja við lögreglumenn. Höfundur er varaformaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stéttarfélög Lögreglan Kjaramál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Lögreglumenn eru búnir að vera kjarasamningslausir í 8 mánuði, þeir felldu kjarasamning í júní með miklum meirihluta. Lögreglumenn hafa ekki haft verkfallsrétt síðan 1986. Samkomulag var gert við fjármálaráðherra þess eðlis að fyrir afnám verkfallsréttarins áttu lögreglumenn að fá launahækkun samsvarandi meðalhækkun fjögurra viðmiðunarhópa tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí. Viðmiðunarstéttirnar voru síðan ákvarðaðar með samkomulagi undirrituðu 27. febrúar 1987. Þetta gekk ekki betur en svo að samkomulagið var svikið af hálfu ríkisins þann 1. júlí 1987. Lögreglumenn hafa frá þeim tíma reynt að fá aftur verkfallsrétt en ekki er óvarlegt að segja að hann hafi verið tekinn af lögreglumönnum með þvingunum. Undanfarið hef ég fylgst með fréttum um framvindu mála í kjaraviðræðum hjá kennurum og læknum. Það væri í reynd erfitt að komast hjá því. Báðar hafa þessar stéttir verkfallsrétt og eðlilega er staða viðræðanna því fréttnæm. Það er þó ekki auðvelt að skilja hvers vegna læknar mega fara í verkfall en ekki lögreglumenn. Gert er ráð fyrir báðum stéttum á undanþágulista í lögum og því væri lágmarksmönnun tryggð meðan á verkfalli stæði. Nú þegar kosningar eru á næsta leiti ákvað ég að kynna mér stefnur flokka í framboði í löggæslumálum. Kanna hvaða flokkar væru stóryrtir og hygðust tryggja að lögreglan gæti þjónustað samfélagið sem best. Það má segja að ég hafi gripið í tómt. Einungis tveir flokkar hafa sett fram stefnu í löggæslumálum, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn. Aðrir flokkar tilgreina á heimasíðum sínum upp undir 30 málaflokka sem þeir leggja áherslu á en nefna löggæslu ekki einu orði. Vegna þessa sendi ég, sem varaformaður Landssambands lögreglumanna, tölvupósta á alla flokka í framboði. Ég spurði hver stefna þeirra væri í löggæslumálum og hvort þeir væru fylgjandi því að lögreglumenn endurheimtu verkfallsrétt sinn. Þá spurði ég flokkana eftir atvikum út í þau atriði er varða löggæslu sem tilgreind voru í mýflugumynd á heimasíðum einhverra þeirra. Sósíalistaflokkurinn, Píratar og Ábyrg framtíð hafa ekki svarað. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn vilja ekki að lögreglumenn hafi verkfallsrétt og Framsókn kveðst ekki hafa tekið afstöðu til þess. Svo var það svar Samfylkingarinnar sem sagði fjölmörg erindi berast frá hagsmunasamtökum, áhugamannafélögum og einstaklingum í aðdraganda kosninga og var ég því vinsamlegast beðin um að fækka spurningum úr fimm í þrjár. Þá var það tilgreint að ekki væri hægt að tryggja að svör frá þeim myndu berast. Og það er allur áhuginn sem sá flokkur sem mælist með mest fylgi á landsvísu hefur á löggæslumálum. Engin stefna, engin „plön“, engin svör. Þar til næsta dag, en þá barst mér annar tölvupóstur frá Samfylkingunni. „Sæl Agnes, mér skilst að svarið frá mér í gær hafi ratað inn á umræðuvettvang lögreglumanna og vakið þar hörð viðbrögð.“ Mikið rétt! Enda hafði ég tilgreint (og feitletrað) í tölvupóstinum sem ég sendi að svörin myndi ég birta fyrir félagsmönnum. Og jú, viðbrögðin voru hörð - eðlilega. Samfylkingin greindi frá því að samkomulag hafi verið gert við þá flokka sem áttu fulltrúa á Alþingi að svara með þeim hætti sem þau gerðu. Þrátt fyrir það voru þau eini flokkurinn sem svaraði með þessum hætti, jafnvel þótt spurningarnar væru fleiri en þrjár sem lagðar voru fyrir. Það er hjákátlegt en ekki síður sorglegt og alvarlegt að hugsa til þess að Samfylkingin setji stéttarfélag lögreglumanna undir sama hatt og hagsmunasamtök eða áhugamannafélög því það er nákvæmlega þannig sem lögreglumenn upplifa sig í þessari kosningabaráttu, sem félaga í áhugamannafélagi um löggæslu. Löggæslu er nefnilega ekki gert hærra undir höfði en þetta af þeim stjórnmálaflokkum sem í framboði eru. Hvað þá heldur af fjölmiðlum, sem enginn virðist hafa veitt athygli þessu algjöra stefnuleysi flokkanna í löggæslumálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjölga lögreglumönnum um 200. Ekki nóg með það, hann vill líka fjölga í varasveit lögreglu. Nú ef einhver veit hvar þessa varasveit er að finna þá má tilkynna henni að von sé á fjölgun! Sjálfstæðisflokkurinn vill einnig fjölga landamæravörðum. Landamæraverðir eru ekki lögreglumenn en ráðnir til að sinna þessum mikilvæga hluta löggæslu því ekki eru til nægilega margir lögreglumenn á landinu til að manna þessi stöðugildi. Engar menntunarkröfur eru gerðar fyrir starf landamæravarða en lögregla ber ábyrgð á landamæragæslu skv. lögum og því starfa landamæraverðir undir varðstjóra lögreglu. Varðstjóra sem er á lægri launum en landamæraverðirnir. Þar skiptir engu máli áralöng reynsla og menntun lögreglumannsins, jafnvel aukin háskólamenntun. Lögreglumenn fá nefnilega ekkert greitt aukalega fyrir að bæta við sig menntun. Árið 1986, þegar verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, varð verulegt hrun í stétt lögreglumanna. Margir reyndir starfsmenn sögðu upp störfum og hurfu til betur launaðra starfa. Ég er hrædd um að í það stefni aftur. Lögreglumenn kolfelldu síðasta kjarasamning. Óánægjan er algjör. Við höfum heyrt kosningaloforð um fjölgun lögreglumanna en hvað með starfandi lögreglumenn? Reynslumiklu lögreglumennina sem hafa fengið sig algjörlega fullsadda af þessari framkomu ríkisins gagnvart stéttinni? Lögreglumennirnir sem fyrir löngu hættu að treysta ríkinu því jú, svikin hafa verið stöðug í að minnsta kosti 37 ár. Lögreglumennirnir sem vita að þeir fá mun hærri laun og bera minni ábyrgð starfandi t.a.m. sem landamæraverðir. Hvernig á að halda þessu fólki innan lögreglunnar? Flokkar sem eru á móti því að lögreglumenn fái verkfallsrétt velja að viðhalda gömlum svikum sem minna hressilega á sig í hvert einasta skipti sem kjarasamningar lögreglumanna eru lausir. Í hvert einasta skipti hafa staðið yfir langar deilur. Sömu flokkar réttlæta afstöðu sína með því hve mikilvæg stéttin sé. Merkilegt að vera svona mikilvæg en á sama tíma upplifa algjört skeytingarleysi varðandi það að við séum kjarasamningslaus. Endurtakist í 37 ár. Almenningur á rétt á því að fá hjá lögreglu góða þjónustu. Það er skýrt að hinn almenni borgari veldi frekar að fá til sín menntaðan lögreglumann en afleysingarmann þegar hann óskaði eftir aðstoð lögreglu. Þau myndu velja skjótan málshraða. Að lögreglumenn hefðu þau tæki, tól og heimildir sem til þyrfti til að rannsaka mál með sem bestum og skilvirkustum hætti. Þau myndu kjósa lögreglumann sem væri hvattur til að bæta við sig menntun sem nýttist í starfi, reynslumikla og metnaðarfulla lögreglumenn. Almenningur hefur valdið. En hver ætlar sér að tryggja almenningi þá þjónustu sem þau vilja fá? Því er erfitt að svara þegar algjör þögn ríkir um löggæslumál. Það er lágmarkskrafa að þau sem óska eftir umboði frá okkur greini okkur frá áherslum sínum. Ég vil óska læknum til hamingju með nýundirritaðan kjarasamning. Það er ljóst að verkfallsvopn þeirra hafði töluvert vægi. Þau þurftu ekki einu sinni að beita því. Nú þarf bara að semja við kennara. Að því loknu finnst kannski tími til að semja við lögreglumenn. Höfundur er varaformaður Landssambands lögreglumanna.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun