„Við viljum að þetta verði ævintýri“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2024 21:57 Borce Ilievski þegar hann þjálfaði ÍR hér um árið. Vísir/Andri Marinó Endurkoma Borce Ilievski til ÍR fékk heldur betur draumabyrjun í kvöld þegar nýliðarnir lögðu Íslandsmeistara Vals í dramatískum leik 84-83. Borce sagði sjálfur að þetta yrði ævintýri og það verður að segjast eins og er að það var ævintýrabragur yfir þessum fyrsta leik. „Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira