Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 11:36 Þórarinn Ingi Pétursson er jöfnunarþingmaður Norðausturkjördæmis. vísir/sara Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08