„Ég ætla að standa mig betur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 22:02 Sigmundur Ernir Rúnarsson snýr aftur á þing. Vísir/Sigurjón Úrslit kosninganna gjörbreyta áformum verðandi þingmanns Samfylkingarinnar sem ætlaði að flytja til Spánar og skrifa bækur. Nýkjörnir þingmenn Viðreisnar stefna á að vera samferða í vinnuna þegar þingstörf hefjast. Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25