„Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 22:16 Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tryggði sér sinn fyrsta sigur í sögunni á lokamóti EM gegn Úkraínu í kvöld. „Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
„Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti