Formaður Samfylkingarinnar verður á Bessastöðum klukkan 9 og í kjölfarið munu formennirnir hitta forseta á um það bil klukkustunda fresti, í röð eftir stærð flokkanna á þingi.
Fundaröðin verður þannig:
- Kristrún Frostadóttir klukkan 9
- Bjarni Benediktsson klukkan 10
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir klukkan 11
- Inga Sæland klukkan 13
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson klukkan 14
- Sigurður Ingi Jóhannesson klukkan 15
„Kjósendur hafa nú falið kjörnum fulltrúum umboð til að setjast á þing og vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin og til framtíðar. Því fylgir bæði ábyrgð og gleði og óska ég öllum þeim til hamingju sem hlotið hafa kosningu, um leið og ég þakka þeim sem nú hverfa á braut úr þingstörfum,“ var haft eftir Höllu á Facebook í gær.