Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar 4. desember 2024 08:00 Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun