Þá verðum við í beinni með formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður en þar færðist Dagur B. Eggertsson niður um sæti vegna útstrikana. Auk þess mætir Eiríkur Bergmann prófessor í myndver og fer yfir stöðu mála og líkleg stjórnarmynstur.
Við hittum einnig börn sem mættu aftur á leikskólann í dag eftir að kennaraverkfalli var frestað og sjáum myndir frá Ölfusá sem flæðir yfir göngustíga vegna krapastíflu.
Auk þess verðum við í beinni frá yfirfullu pósthúsi eftir tilboðsdaga og kíkjum til Hamborgar þar sem Icelandair fékk í dag afhenta sína fyrstu Airbus-þotu.
Í Sportpakkanum heyrum við í landsliðskonum sem stefna á sigur gegn Þjóðverjum og í Íslandi í dag hittum við góðar vinkonur sem kynntust í gegnum vinaverkefni Rauða krossins.