Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2024 21:06 Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem var alsæl í morgun þegar hún tók á móti nemendum eftir verkfallið síðustu vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það ríkti mikil ánægja hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í morgun þegar þau gátu loksins mætt aftur í skólann eftir nokkra vikna verkfall kennara. Skólameistari skólans trúir ekki öðru en að samið verði við kennara en verkfallinu var bara aflýst. Nemendur klöppuðu í sal skólans í morgun þegar skólameistari hafði tekið á móti þeim og farið yfir næstu daga í skólanum og næstu önn. Vel yfir þúsund nemendur eru í skólanum af öllu Suðurlandi. Nú verður kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar. „Það var dásamlegt að sjá alla þessa krakka koma í skólann, það gladdi mitt litla hjarta. Ég vona svo sannarlega að nemendur skili sér í skólann eftir verkfallið en við vitum það ekki enn þá en ég vona svo sannarlega að, sem flestir skili sér, ég hef trú á því,“ segir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari. Og vorönnin, hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Við náðum að halda henni þannig að hún er óskert með tilliti til fjölda kennsludaga, þannig að ég held að það sé til mikils unnið með því.“ Í máli Soffíu kom m.a. fram að nú verði kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú hefur verkfallinu bara verið aflýst. Á Soffía von á því að það verði aftur verkfall? „Ég vona svo sannarlega að samningar náist á þessum tíma, ég bara trúi ekki öðru,“ segir Soffía. Það var góð stemming í skólanum í morgun þegar nemendur mættu. Kennarar mættu til starfa í gær, 2. desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað skyldu nemendur segja, hvernig fannst þeim að mæta aftur í skólann? „Bara mjög vel, það er bara fínt. Við vorum bara að vinna, þetta var bara mjög fínt,“ segja vinirnir Benjamín Ágústsson og Arnar Bjarki Ásgeirsson. Benjamín Ágústsson (t.h.) og Arnar Bjarki Ásgeirsson, nemendur við skólann, sem voru brattir í morgun og ánægðir með að skólinn væri að byrja aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svolítið erfitt að fara í rútínuna aftur, það var ekki erfitt að vakna í morgun. Við vorum bara að vinna og æfa og eitthvað þannig,“ segja vinkonurnar Amelía Ósk Atladóttir og Þóranna Eir Júlíusdóttir. Amelía Ósk Atladóttir (t.v.) og Þóranna Eir Júlíusdóttir nemendur við skólann, sem sögðu að það væri kannski erfiðast núna að komast aftur í rútínuna eftir verkfallið en báðar eru þær mjög ánægðir með að það sé búið að aflýsa verkfallinu í tvo mánuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Árborg Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Nemendur klöppuðu í sal skólans í morgun þegar skólameistari hafði tekið á móti þeim og farið yfir næstu daga í skólanum og næstu önn. Vel yfir þúsund nemendur eru í skólanum af öllu Suðurlandi. Nú verður kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar. „Það var dásamlegt að sjá alla þessa krakka koma í skólann, það gladdi mitt litla hjarta. Ég vona svo sannarlega að nemendur skili sér í skólann eftir verkfallið en við vitum það ekki enn þá en ég vona svo sannarlega að, sem flestir skili sér, ég hef trú á því,“ segir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari. Og vorönnin, hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Við náðum að halda henni þannig að hún er óskert með tilliti til fjölda kennsludaga, þannig að ég held að það sé til mikils unnið með því.“ Í máli Soffíu kom m.a. fram að nú verði kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú hefur verkfallinu bara verið aflýst. Á Soffía von á því að það verði aftur verkfall? „Ég vona svo sannarlega að samningar náist á þessum tíma, ég bara trúi ekki öðru,“ segir Soffía. Það var góð stemming í skólanum í morgun þegar nemendur mættu. Kennarar mættu til starfa í gær, 2. desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað skyldu nemendur segja, hvernig fannst þeim að mæta aftur í skólann? „Bara mjög vel, það er bara fínt. Við vorum bara að vinna, þetta var bara mjög fínt,“ segja vinirnir Benjamín Ágústsson og Arnar Bjarki Ásgeirsson. Benjamín Ágústsson (t.h.) og Arnar Bjarki Ásgeirsson, nemendur við skólann, sem voru brattir í morgun og ánægðir með að skólinn væri að byrja aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svolítið erfitt að fara í rútínuna aftur, það var ekki erfitt að vakna í morgun. Við vorum bara að vinna og æfa og eitthvað þannig,“ segja vinkonurnar Amelía Ósk Atladóttir og Þóranna Eir Júlíusdóttir. Amelía Ósk Atladóttir (t.v.) og Þóranna Eir Júlíusdóttir nemendur við skólann, sem sögðu að það væri kannski erfiðast núna að komast aftur í rútínuna eftir verkfallið en báðar eru þær mjög ánægðir með að það sé búið að aflýsa verkfallinu í tvo mánuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Árborg Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira