„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 20:44 Guðmundur Árni er spenntur fyrir komandi vikum. vísir/vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. „Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28