Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. desember 2024 16:03 Eiríkur segir að hægt sé að leggja upp með ákveðin markmið og það skipti miklu máli hversu niður njörvuð formenn flokkanna vilji hafa málefnin í þeim markmiðum. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir allan gang hafa verið á því í gegnum tíðina hversu langan tíma það hefur tekið fyrir flokka að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það geti tekið daga, vikur eða mánuði. Hægt sé að horfa á málefnin eða setja sér markmið. „Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
„Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira