Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2024 12:32 Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Félagasamtök Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun