ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar 5. desember 2024 20:31 Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Jól Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun