„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 11:25 Bjarni bíður átekta hvað varðar stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira