Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar 7. desember 2024 09:01 Á Íslandi og víðsvegar um heiminn hefur baráttufólk fyrir jafnrétti kynjanna unnið fjölda sigra. Það er í raun alveg magnað að hugsa til þess hversu mikið hefur breyst. Það birtist manni kannski best þegar gömul skrif eða myndbönd eru grafin upp og komast í umræðuna. Þess vegna er svo sláandi að heyra staðreyndir á borð við þá að tíundu hverja mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Þrátt fyrir að jafnréttisbaráttan sé ekki eintómir sigrar skilja fleiri hvernig hugmyndin um jafnrétti virkar og menningin og viðmiðin sem við notum til þess að meta hegðun fólks og gangverk samfélagsins hafa óneitanlega breyst líka. Við erum eftir allt ákveðnir leiðtogar í jafnrétti á heimsvísu, og getum nýtt það til góðs innlendis sem erlendis. Þessi jafnréttismenning hefur djúp áhrif á stefnu íslenskrar þróunarsamvinnu en utanríkisstefna stjórnvalda leggur höfuðáherslu á jafnrétti kynjanna, m.a. með verðmætum stuðningi við frjáls félagasamtök og stofnanir Sþ sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Þarna gerum við vel í samanburði við önnur OECD ríki, og höfum gert í fjölda ára, með áþreifanlegum, lífsbjargandi áhrifum. Stjórnvöld geta þó gert mun betur með því að veita 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu, rétt eins og þau hafa skuldbundið sig til. Fyrir rúmum tveimur árum fékk ég í hendurnar eitt stærsta tækifæri lífs míns og fékk að taka virkan þátt í þróunarsamvinnu. Um mitt ár 2022 sótti ég um starf ungliða hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna í Kenía. Við tók smá bras og stuttu seinna vorum við fjölskyldan komin til Nairóbí, Kenía þar sem ég átti eftir að starfa næstu tvö árin. Ástandið í landinu var slæmt sökum söglegra þurrka sem ógnuðu landi og lífi. Vatnið er lífið fékk ég oft að heyra. Dýrin deyja fyrst og svo ... sem betur fer rigndi á endanum. Vatnið er lífið sagði fólk þá aftur, en það fékk nýja meiningu. Saurgerlar og aðrar bakteríur dafna vel þegar ofsarigning flæðir yfir þéttbyggð hverfi með lélegum innviðum og lítilli sem engri hreinlætisaðstöðu. Í fátækrahverfum (sem sumir íbúar slíkra hverfa kjósa að kalla óformlega byggð) í Kenía og víðar býr fólk sem heimurinn hefur gleymt. Þau vantar tækifæri til betri framtíðar og reyndar vantar þau sárlega klósett, rennandi vatn og sápu og þar lá mín vinna – í forvörnum gegn kóleru og öðrum smitsjúkdómum sem berast með vatni. Fljótt á litið kann það að virka einfalt að gera eitthvað í málinu en gæðum heimsins er misskipt og fyrir vikið eru ennþá börn sem glíma við Kóleru og niðurgang sem geta dregið þau til dauða. Reyndar deyja um 400.000 börn árlega því þau hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Stjórnvöld fátækra landa og hjálparsamtök gera sitt besta með takmörkuðu fjármagni. lítinn starfshóp sem hannaði verkefni með börnum og kennurum í tíu skólum og sótti síðan fjármagn. Framkvæmdir og fræðslustörf áttu eftir að stórbæta hreinlætisaðstöðu fyrir hátt í 10.000 manns á litlum bút í Mathare hverfinu í Nairóbíborg. Niðurstöðurnar voru merkilegar en mér er eftirminnilegast snemma í ferlinu þegar ég heimsótti skóla sem hluta af undirbúningsvinnuni. Það þarf að vanda vel til verka í svona vinnu og því nauðsynlegt að vinna náið með þeim sem njóta góðs af. Þá er mikilvægt að rýna í hvernig áhrifin geta verið kynjuð og hvernig verkefni geta haft jákvæð áhrif út fyrir sitt afmarkaða svið. Hvernig getur t.d. vatns- og hreinlætis verkefni nýst í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi. Í heimsókninni ætluðum við að rýna í verkefnið með kvenkyns kennara og unglingsstelpum. Í þessum rúmlega 600 barna skóla fundum við hinsvegar ekki eina unglingsstelpu. Kennarinn tjáði okkur það að eldri stelpurnar kæmu lítið í skólann þegar nálgaðist mánaðamót, enda þyrftu þær að vinna. Þarna var ekki um vinnu í bakaríi eða ísbúð að ræða heldur líkamlega og andlega erfið störf, t.d. að bera vatn, sinna heimilisstörfum utan eigin heimilis eða elda og selja mat fjölförnum götuhornum. Óréttlætið er ótrúlegt, og kennarinn sagði okkur næst að þetta væri ekki hættulaus iðja, því þekkt væri að stelpurnar yrðu fyrir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. Rannsóknir styðja þessu fullyðringu. Auk þess missa þessar sömu stelpur af skóla þegar þær eru á blæðingum því þær eiga engar tíðavörur. Verkefnið okkar tók mið af þessum niðurstöðum og valdefldi ungt fólk til þess að vinna gegn þessu. En skólarnir sem glíma við vandamálin eru mun fleiri en tíu og veruleiki og vandamál stúlkna og kvenna í þróunarríkjum verða ekki leyst í einni svipan. Á Íslandi höfum við náð langt hvað varðar jafnrétti kynjanna en eigum þó enn langt í land, ekki síst hvað kynbundið ofbeldi varðar. Við þurfum að gera betur og meira. Gefa í en ekki eftir. Jafnrétti er samvinnuverkefni sem má ekki afvegaleiða. Við getum öll tekið afstöðu gegn kynbundu ofbeldi. Margt smátt gerir eitt stórt og staðbundinn árangur getur rutt veginn fyrir árangur hinum megin á hnettinum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi og víðsvegar um heiminn hefur baráttufólk fyrir jafnrétti kynjanna unnið fjölda sigra. Það er í raun alveg magnað að hugsa til þess hversu mikið hefur breyst. Það birtist manni kannski best þegar gömul skrif eða myndbönd eru grafin upp og komast í umræðuna. Þess vegna er svo sláandi að heyra staðreyndir á borð við þá að tíundu hverja mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Þrátt fyrir að jafnréttisbaráttan sé ekki eintómir sigrar skilja fleiri hvernig hugmyndin um jafnrétti virkar og menningin og viðmiðin sem við notum til þess að meta hegðun fólks og gangverk samfélagsins hafa óneitanlega breyst líka. Við erum eftir allt ákveðnir leiðtogar í jafnrétti á heimsvísu, og getum nýtt það til góðs innlendis sem erlendis. Þessi jafnréttismenning hefur djúp áhrif á stefnu íslenskrar þróunarsamvinnu en utanríkisstefna stjórnvalda leggur höfuðáherslu á jafnrétti kynjanna, m.a. með verðmætum stuðningi við frjáls félagasamtök og stofnanir Sþ sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Þarna gerum við vel í samanburði við önnur OECD ríki, og höfum gert í fjölda ára, með áþreifanlegum, lífsbjargandi áhrifum. Stjórnvöld geta þó gert mun betur með því að veita 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu, rétt eins og þau hafa skuldbundið sig til. Fyrir rúmum tveimur árum fékk ég í hendurnar eitt stærsta tækifæri lífs míns og fékk að taka virkan þátt í þróunarsamvinnu. Um mitt ár 2022 sótti ég um starf ungliða hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna í Kenía. Við tók smá bras og stuttu seinna vorum við fjölskyldan komin til Nairóbí, Kenía þar sem ég átti eftir að starfa næstu tvö árin. Ástandið í landinu var slæmt sökum söglegra þurrka sem ógnuðu landi og lífi. Vatnið er lífið fékk ég oft að heyra. Dýrin deyja fyrst og svo ... sem betur fer rigndi á endanum. Vatnið er lífið sagði fólk þá aftur, en það fékk nýja meiningu. Saurgerlar og aðrar bakteríur dafna vel þegar ofsarigning flæðir yfir þéttbyggð hverfi með lélegum innviðum og lítilli sem engri hreinlætisaðstöðu. Í fátækrahverfum (sem sumir íbúar slíkra hverfa kjósa að kalla óformlega byggð) í Kenía og víðar býr fólk sem heimurinn hefur gleymt. Þau vantar tækifæri til betri framtíðar og reyndar vantar þau sárlega klósett, rennandi vatn og sápu og þar lá mín vinna – í forvörnum gegn kóleru og öðrum smitsjúkdómum sem berast með vatni. Fljótt á litið kann það að virka einfalt að gera eitthvað í málinu en gæðum heimsins er misskipt og fyrir vikið eru ennþá börn sem glíma við Kóleru og niðurgang sem geta dregið þau til dauða. Reyndar deyja um 400.000 börn árlega því þau hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Stjórnvöld fátækra landa og hjálparsamtök gera sitt besta með takmörkuðu fjármagni. lítinn starfshóp sem hannaði verkefni með börnum og kennurum í tíu skólum og sótti síðan fjármagn. Framkvæmdir og fræðslustörf áttu eftir að stórbæta hreinlætisaðstöðu fyrir hátt í 10.000 manns á litlum bút í Mathare hverfinu í Nairóbíborg. Niðurstöðurnar voru merkilegar en mér er eftirminnilegast snemma í ferlinu þegar ég heimsótti skóla sem hluta af undirbúningsvinnuni. Það þarf að vanda vel til verka í svona vinnu og því nauðsynlegt að vinna náið með þeim sem njóta góðs af. Þá er mikilvægt að rýna í hvernig áhrifin geta verið kynjuð og hvernig verkefni geta haft jákvæð áhrif út fyrir sitt afmarkaða svið. Hvernig getur t.d. vatns- og hreinlætis verkefni nýst í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi. Í heimsókninni ætluðum við að rýna í verkefnið með kvenkyns kennara og unglingsstelpum. Í þessum rúmlega 600 barna skóla fundum við hinsvegar ekki eina unglingsstelpu. Kennarinn tjáði okkur það að eldri stelpurnar kæmu lítið í skólann þegar nálgaðist mánaðamót, enda þyrftu þær að vinna. Þarna var ekki um vinnu í bakaríi eða ísbúð að ræða heldur líkamlega og andlega erfið störf, t.d. að bera vatn, sinna heimilisstörfum utan eigin heimilis eða elda og selja mat fjölförnum götuhornum. Óréttlætið er ótrúlegt, og kennarinn sagði okkur næst að þetta væri ekki hættulaus iðja, því þekkt væri að stelpurnar yrðu fyrir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. Rannsóknir styðja þessu fullyðringu. Auk þess missa þessar sömu stelpur af skóla þegar þær eru á blæðingum því þær eiga engar tíðavörur. Verkefnið okkar tók mið af þessum niðurstöðum og valdefldi ungt fólk til þess að vinna gegn þessu. En skólarnir sem glíma við vandamálin eru mun fleiri en tíu og veruleiki og vandamál stúlkna og kvenna í þróunarríkjum verða ekki leyst í einni svipan. Á Íslandi höfum við náð langt hvað varðar jafnrétti kynjanna en eigum þó enn langt í land, ekki síst hvað kynbundið ofbeldi varðar. Við þurfum að gera betur og meira. Gefa í en ekki eftir. Jafnrétti er samvinnuverkefni sem má ekki afvegaleiða. Við getum öll tekið afstöðu gegn kynbundu ofbeldi. Margt smátt gerir eitt stórt og staðbundinn árangur getur rutt veginn fyrir árangur hinum megin á hnettinum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar