Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2024 10:02 Toni er með markmiðin á hreinu fyrir kvöldið. Vísir/Hulda Margrét Keppt verður til úrslita í íslensku úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld. Einn pílukastarinn vinnur við að slökkva elda og hann fær frí frá vinnu til þess að reyna að slökkva í andstæðingum sínum og standa uppi sem sigurvegari. Arngrímur Anton, betur þekktur sem Toni er einn fjögurra pílukastara sem hefur tryggt sér sæti á úrslitakvöldi úrvalsdeildarinnar í Pílukasti á Bullseye í kvöld. Toni er með eitt markmið í huga fyrir kvöldið. „Ég ætla að vera númer eitt á landinu. Þá er ég kominn á réttan stað,“ segir Toni í samtali við Íþróttadeild. „Ég er ótrúlega spenntur. Þetta verður gríðarlega spennandi kvöld. Ég ætla að vera í mínu besta formi.“ Óhætt er að sgja að mikil eftirvænting ríki fyrir kvöldinu enda úrslitakvöld úrvalsdeildarinnar einn af hápunktum hvers tímabils í pílukastinu hér heima og hefur myndast gríðarleg stemning meðal áhorfenda á keppniskvöldum deildarinnar í vetur. Stuðið verður á Bullseye í kvöldVísir/Hulda Margrét Keppt er eftir nýju keppnisfyrirkomulagi í úrvalsdeildinni í ár. Deildarfyrirkomulagi þar sem að fjórir efstu spilarar deildarinnar tryggðu sér þátttökurétt á úrslitakvöldi kvöldsins. Auk Tona eru það þeir Vitor Charrua, Dilyan Kolev og Alexander Veigar Þorvaldsson. „Það er búið að vera mjög spennandi að sjá svona nýjar breytingar á deildinni. Ekki halda í sama vanann aftur og aftur. Með þessu deildar fyrirkomulagi geta allir komist áfram og þetta hefur sýnt okkur að það eru ekki alltaf sömu mennirnir efstir.“ Á úrslitakvöldinu er keppt í hreinum útslætti þar sem að sá pílukastari sem nær fyrstur að vinna sex leggi tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu þar sem vinna þarf sjö leggi til að tryggja sér úrvalsdeildartitilinn. Þarf að spila sinn besta leik Til þess að komast í úrslitaeinvígið þarf Toni að leggja að velli reynsluboltann Vitor Charrua í undanúrslitunum. Þeir hafa mæst áður og er Toni spenntur fyrir því að takast á við hann aftur. Vitor Charrua er einn sá besti hér á landi í pílukasti. Þaulreyndur.Stöð 2 Sport Þetta er hægur spilari og það vita allir sem hafa spilað á móti honum að hann getur spilað hægar ef hann vill. Ég þarf bara að finna minn leik. Spila minn besta leik á móti honum og þá mögulega get ég haldið í við hann.“ Eftir góða byrjun og sigur á tveimur undankvöldum hefur hægst á Tona upp á síðkastið en hann lætur ekki deigann síga. „Fyrstu tvær helgarnir var ég með sjálfsöryggið í botni. Ég ætlaði mér áfram og sannaði það tvær helgar í röð. Vann þau kvöld. Helgarnar sem fylgdu á eftir var ég dálítið niðri og ekki alveg í mínu besta dagsformi. Á úrslitakvöldinu ætla ég hins vegar að vera í mínu besta formi. Sýna hvað ég get. Það verður stútfullt hús á Bullseye og góð stemning, við getum treyst á það. Gott ef það fer ekki bara að verða uppselt og fólk að verða of seint að verða sér út um miða. Ég hvet alla til að mæta og með stemninguna með sér. Mæta í búningum. Það eru búningaverðlaun og allur pakkinn þarna.“ Fær stuðning frá vinnunni Toni starfar sem slökkviliðsmaður hjá ISAVIA á Keflavíkurflugvelli og þar má finna mörg píluspjöld og auðvelt fyrir mann eins og Tona að halda leik sínum við og í vinnunni er samkeppni. „Það er fullt af geggjuð pílukösturum að vinna hjá ISAVIA. Einn og einn hérna sem ná að skáka manni. Láta mann finna fyrir því að maður þarf að æfa sig betur.“ Slysast á sigur? „Já slysast á sigur,“ svarar Toni og hlær. „Það er mjög erfitt, þegar að maður labbar fram hjá píluspjaldi í vinnunni og sér pílurnar, að láta þær vera. Tona hefur gengið vel í úrvalsdeildinni í kvöld. Hann er tveimur sigrum frá úrvalsdeildartitlinumVísir/Hulda Margrét Og Toni er þakklátur fyrir áhugann sem að vinnufélagarnir sýna hans pílukast brölti. „Það er ógeðslega þægileg tilfinning sem fylgir því að vinna á vinnustað þar sem að gripið er vel utan um það sem að maður er að gera. Fjölskyldufyrirtæki frá A-Ö.“ Á að vera á vakt Og kannski besta dæmið um það er einn helsti bakhjarl Tona, vinnufélagi hans og vinur, Hilmar Þór Ævarsson sem hefur stutt rækilega við bakið á sínum manni. „Maður gerir það sem að maður getur. Fyrst ég gat ekki orðið góður í pílukasti þá reynir maður að styðja við bakið á þeim sem að eru góðir,“ segir Hilmar. „Við Toni byrjuðum í þessu saman. Það er gaman að geta fylgt honum eftir í þessu á bak við tjöldin. Auðvitað styður maður sitt fólki. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að mæta á úrslitakvöldið. Við eigum að vera á vakt. Það fer eftir veðri og vindum hvort maður nái að mæta. Hvort maður losni frá fyrr.“ Toni á að vera á vakt í kvöld en eins og hann hefur sjálfur snert á er skilningur vinnuveitanda hans mikill þegar kemur að pílukastinu. „Ég á að vera á vakt á morgun en ég á svo æðislega fjölskyldu hér í vinnunni að ég fæ að fara fyrr og gera mig kláran til að vinna kvöldið annað kvöld.“ Vinnan gerir allt sem í sínu valdi stendur til að sjá til þess að titillinn endi í þínum höndum? „Að sjálfsögðu. Isavia er númer eitt.“ Pílukast Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Sjá meira
Arngrímur Anton, betur þekktur sem Toni er einn fjögurra pílukastara sem hefur tryggt sér sæti á úrslitakvöldi úrvalsdeildarinnar í Pílukasti á Bullseye í kvöld. Toni er með eitt markmið í huga fyrir kvöldið. „Ég ætla að vera númer eitt á landinu. Þá er ég kominn á réttan stað,“ segir Toni í samtali við Íþróttadeild. „Ég er ótrúlega spenntur. Þetta verður gríðarlega spennandi kvöld. Ég ætla að vera í mínu besta formi.“ Óhætt er að sgja að mikil eftirvænting ríki fyrir kvöldinu enda úrslitakvöld úrvalsdeildarinnar einn af hápunktum hvers tímabils í pílukastinu hér heima og hefur myndast gríðarleg stemning meðal áhorfenda á keppniskvöldum deildarinnar í vetur. Stuðið verður á Bullseye í kvöldVísir/Hulda Margrét Keppt er eftir nýju keppnisfyrirkomulagi í úrvalsdeildinni í ár. Deildarfyrirkomulagi þar sem að fjórir efstu spilarar deildarinnar tryggðu sér þátttökurétt á úrslitakvöldi kvöldsins. Auk Tona eru það þeir Vitor Charrua, Dilyan Kolev og Alexander Veigar Þorvaldsson. „Það er búið að vera mjög spennandi að sjá svona nýjar breytingar á deildinni. Ekki halda í sama vanann aftur og aftur. Með þessu deildar fyrirkomulagi geta allir komist áfram og þetta hefur sýnt okkur að það eru ekki alltaf sömu mennirnir efstir.“ Á úrslitakvöldinu er keppt í hreinum útslætti þar sem að sá pílukastari sem nær fyrstur að vinna sex leggi tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu þar sem vinna þarf sjö leggi til að tryggja sér úrvalsdeildartitilinn. Þarf að spila sinn besta leik Til þess að komast í úrslitaeinvígið þarf Toni að leggja að velli reynsluboltann Vitor Charrua í undanúrslitunum. Þeir hafa mæst áður og er Toni spenntur fyrir því að takast á við hann aftur. Vitor Charrua er einn sá besti hér á landi í pílukasti. Þaulreyndur.Stöð 2 Sport Þetta er hægur spilari og það vita allir sem hafa spilað á móti honum að hann getur spilað hægar ef hann vill. Ég þarf bara að finna minn leik. Spila minn besta leik á móti honum og þá mögulega get ég haldið í við hann.“ Eftir góða byrjun og sigur á tveimur undankvöldum hefur hægst á Tona upp á síðkastið en hann lætur ekki deigann síga. „Fyrstu tvær helgarnir var ég með sjálfsöryggið í botni. Ég ætlaði mér áfram og sannaði það tvær helgar í röð. Vann þau kvöld. Helgarnar sem fylgdu á eftir var ég dálítið niðri og ekki alveg í mínu besta dagsformi. Á úrslitakvöldinu ætla ég hins vegar að vera í mínu besta formi. Sýna hvað ég get. Það verður stútfullt hús á Bullseye og góð stemning, við getum treyst á það. Gott ef það fer ekki bara að verða uppselt og fólk að verða of seint að verða sér út um miða. Ég hvet alla til að mæta og með stemninguna með sér. Mæta í búningum. Það eru búningaverðlaun og allur pakkinn þarna.“ Fær stuðning frá vinnunni Toni starfar sem slökkviliðsmaður hjá ISAVIA á Keflavíkurflugvelli og þar má finna mörg píluspjöld og auðvelt fyrir mann eins og Tona að halda leik sínum við og í vinnunni er samkeppni. „Það er fullt af geggjuð pílukösturum að vinna hjá ISAVIA. Einn og einn hérna sem ná að skáka manni. Láta mann finna fyrir því að maður þarf að æfa sig betur.“ Slysast á sigur? „Já slysast á sigur,“ svarar Toni og hlær. „Það er mjög erfitt, þegar að maður labbar fram hjá píluspjaldi í vinnunni og sér pílurnar, að láta þær vera. Tona hefur gengið vel í úrvalsdeildinni í kvöld. Hann er tveimur sigrum frá úrvalsdeildartitlinumVísir/Hulda Margrét Og Toni er þakklátur fyrir áhugann sem að vinnufélagarnir sýna hans pílukast brölti. „Það er ógeðslega þægileg tilfinning sem fylgir því að vinna á vinnustað þar sem að gripið er vel utan um það sem að maður er að gera. Fjölskyldufyrirtæki frá A-Ö.“ Á að vera á vakt Og kannski besta dæmið um það er einn helsti bakhjarl Tona, vinnufélagi hans og vinur, Hilmar Þór Ævarsson sem hefur stutt rækilega við bakið á sínum manni. „Maður gerir það sem að maður getur. Fyrst ég gat ekki orðið góður í pílukasti þá reynir maður að styðja við bakið á þeim sem að eru góðir,“ segir Hilmar. „Við Toni byrjuðum í þessu saman. Það er gaman að geta fylgt honum eftir í þessu á bak við tjöldin. Auðvitað styður maður sitt fólki. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að mæta á úrslitakvöldið. Við eigum að vera á vakt. Það fer eftir veðri og vindum hvort maður nái að mæta. Hvort maður losni frá fyrr.“ Toni á að vera á vakt í kvöld en eins og hann hefur sjálfur snert á er skilningur vinnuveitanda hans mikill þegar kemur að pílukastinu. „Ég á að vera á vakt á morgun en ég á svo æðislega fjölskyldu hér í vinnunni að ég fæ að fara fyrr og gera mig kláran til að vinna kvöldið annað kvöld.“ Vinnan gerir allt sem í sínu valdi stendur til að sjá til þess að titillinn endi í þínum höndum? „Að sjálfsögðu. Isavia er númer eitt.“
Pílukast Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Sjá meira