Við höldum áfram að fylgjast með gangi stjórnarmyndunarviðræðna. Formaður Samfylkingar segir unnið að málamiðlunum um ágreiningsmál.
Flughált er víða og yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei séð annan eins fjölda hálkuslysa á skömmum tíma. Við förum á bráðadeild og ræðum við íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur sem segir farir sínar ekki sléttar af hálkuvörnum borgarinnar.
Þá kynnir Magnús Hlynur sér nýja hrútaskrá og við verðum í beinni með tónlistarmönnunum KK og Jóni Jónssyni sem leiða í kvöld saman hesta sína á aðventutónleikum. Í Sportpakkanum kíkjum við í Mosfellsbæ þar sem blásið var í herlúðra á blaðamannafundi í dag en Afturelding ætlar sér stóra hluti í Bestu deildinni á næsta ári.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30.