„Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. desember 2024 21:17 Baldur Ragnarsson er í toppmálum þessa dagana. Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann öruggan og nokkuð þægilegan útisigur í kvöld í nágrannaslag gegn Álftanesi, 77-97. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, var sérstaklega ánægður með varnarleikinn að þessu sinni. Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“ Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“
Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira