Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2024 10:08 Bakka-Búðin á Reykhólum er sú verslun sem hlýtur hæstan styrk. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Sex verslanir í dreifbýli fá úthlutað samtals sautján milljónum í verkefnastyrk frá hinu opinbera sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036. Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi innviðaráðherra, hefur staðfest tillögu valnefndar þess efnis en greint er frá úthlutuninni í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Hæstan rekstrarstyrk fær Bakka-Búðin ehf. á Reykhólum eða fimm milljónir króna. Þá fá Verzlunarfélag Árneshrepps og Gunnubúð ehf. á Raufarhöfn þrjár milljónir hver, annars vegar í rekstrarstyrk en Gunnubúð fær styrk til endurbóta. Hríseyjarbúðin fær 2,5 milljónir í styrk til endurbóta og sjálfvirknivæðingar og Verslunarfélag Drangsness fær tvær milljónir í rekstarstyrk. Loks hlýtur North East Travel ehf. á Bakkafirði eina og hálfa milljón í rekstrarstyrk. Alls sóttu verslanirnar sex um styrk fyrir 41,8 milljónir en heildarúthlutun nemur aðeins sautján milljónum. „Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar,” segir um verkefnið í tilkynningu ráðuneytisins. Í valnefndinni sem fór yfir umsóknir og gerði tillögu til ráðherra sátu Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun og formaður nefndarinnar, og Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun starfaði jafnframt með nefndinni. Reykhólahreppur Árneshreppur Norðurþing Hrísey Kaldrananeshreppur Byggðamál Verslun Matvöruverslun Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi innviðaráðherra, hefur staðfest tillögu valnefndar þess efnis en greint er frá úthlutuninni í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Hæstan rekstrarstyrk fær Bakka-Búðin ehf. á Reykhólum eða fimm milljónir króna. Þá fá Verzlunarfélag Árneshrepps og Gunnubúð ehf. á Raufarhöfn þrjár milljónir hver, annars vegar í rekstrarstyrk en Gunnubúð fær styrk til endurbóta. Hríseyjarbúðin fær 2,5 milljónir í styrk til endurbóta og sjálfvirknivæðingar og Verslunarfélag Drangsness fær tvær milljónir í rekstarstyrk. Loks hlýtur North East Travel ehf. á Bakkafirði eina og hálfa milljón í rekstrarstyrk. Alls sóttu verslanirnar sex um styrk fyrir 41,8 milljónir en heildarúthlutun nemur aðeins sautján milljónum. „Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar,” segir um verkefnið í tilkynningu ráðuneytisins. Í valnefndinni sem fór yfir umsóknir og gerði tillögu til ráðherra sátu Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun og formaður nefndarinnar, og Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun starfaði jafnframt með nefndinni.
Reykhólahreppur Árneshreppur Norðurþing Hrísey Kaldrananeshreppur Byggðamál Verslun Matvöruverslun Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira