„Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2024 12:32 Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar, segist skilja vel óánægju íbúa í Laugarneshverfi. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31
Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10
Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent