RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar 13. desember 2024 10:30 Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun