Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 22:45 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi Sæmarks, fær 20 milljónir ekki greiddar frá Elísabetu Erlu Dungal, fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Sigurður Gísli hélt því fram að um peningalán til hennar hafi verið að ræða, sem henni hafi borið að endurgreiða, en var ekki talinn hafa fært nægilegar sönnur fyrir því. Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira